8.2.2011 | 13:50
Svefn-g-englar í fjölskyldunni
Tilhneygingin til að ganga í svefni er arfgeng að hluta. Svefnganga er dæmi um svefntruflun (Parasomnias), en fleiri einkenni fylla þann hóp (t.d. svefntal, næturhræðsla, svefnkippir, fótaóeirð - sjá umfjöllun á doktor.is).
Nú hefur verið greint frá því að í einni fjölskyldu, með háa tíðni svefngöngu, hafi fundist tengsl milli einkennisins og erfðabreytileika á litningi 20. Um er að ræða tengslagreiningu á 9 svefngenglum og 13 ættingjum þeirra, og virðist sambandið vera tölfræðilega marktækt. Í tengslagreiningu finnast litningasvæði, en ekki einstök gen, þannig að enn er mikið verk fyrir höndum til að finna hvaða stökkbreyting (eða stökkbreytingar) liggja að baki. Einnig þarf að athuga hvort að sama litningasvæði/stökkbreyting sýni fylgni við svefngöngu í öðrum fjölskyldum. Lögmál erfðafræðinnar segja okkur nefnilega að gallar í tveimur eða fleiri genum geta ýtt undir sama einkenni eða sjúkdóm.
Fjallað var um þessa uppgötvun á visir.is. Mér þykir umfjöllunin þeirra frekar bláeyg, ekki er búið að finna genið og tengsl eru ekki útskýring. Það er sannarlega erfðaþáttur að baki einkenninu (mér finnst ótækt að kalla þetta sjúkdóm) en þeir gætu verið fleiri og einnig skipta umhverfisþættir máli. Visir.is hirti fréttina greinilega af BBC.
Fyrstu setningar Visir.is Leyndardómurinn um svefngöngu leystur?
Vísindamenn telja sig hafa fundið breytingu í litningi sem skýrir þá undarlegu hegðun sumra að ganga í svefni.
Greint er frá niðurstöðunum í tímaritinu Neurology en vísindamennirnir segjast hafa fundið breytingu í litningi númer 20 sem skýri fyrirbærið. Vísindamennirnir rannsökuðu fjölskyldu þar sem svefnganga hefur verið algeng í fjóra ættliði og fundu út að svefngenglarnir voru allir með sama frávikið.
Fyrstu setningar greinar BBC: Sleepwalking 'linked to chromosome fault'
Scientists believe they have discovered the genetic code that makes some people sleepwalk.
By studying four generations of a family of sleepwalkers they traced the fault to a section of chromosome 20.
Carrying even one copy of the defective DNA is enough to cause sleepwalking, the experts told the journal Neurology.
Ágrip frumheimildar:
Novel genetic findings in an extended family pedigree with sleepwalking A.K. Licis, MD,D.M. Desruisseau, BS,K.A. Yamada, MD, S.P. Duntley, MD and C.A. Gurnett, MD, PhD doi: 10.1212/WNL.0b013e318203e964 Neurology January 4, 2011 vol. 76 no. 1 49-5
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.