Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Áhrif loftslagsbreytinga, líkön af frumum og nýsköpun í háskólum

Það er nóg um að vera í HÍ þessa vikuna.

Í hádeginu í dag (15. febrúar 2011) verður fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðir:

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Rannsóknamiðstöð Íslands - Rannís stendur fyrir opnum fundi með Dr. Robert W. Corell, heimsþekktum fræðimanni sem rannsakað hefur áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum, þriðjudaginn 15. febrúar frá kl. 12:00 til 13:00 í stofu 201 í Odda. Fundurinn fer fram á ensku.

Kl 15 í dag verður fyrirlestur á vegum kerfislíffræðiseturs (stofu 158 í VR-2), um magnbundin líkön af efnaskiptaferlum:

Methods for quantitative modelling of biochemical networks
Dr Wolfram Liebermeister Weizmann Institute of Science, Department of Plant Sciences

Á morgun (16. febrúar) verður síðan fundur um nýsköpun í Háskólum (kl 15:00 í aðalbyggingu HÍ)

Vísinda- og tækniráð efnir til opinnar og gagnrýninnar umræðu um vísinda- og nýsköpunarkerfið á fjórum opnum fundum í febrúar-apríl 2011 undir yfirskriftinni; Með gæði og ávinning að leiðarljósi.

Inngangserindi:

Ilkka Turunen, aðalritari finnska Vísinda- og nýsköpunarráðsins

Hans Müller Pedersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Vísinda- og nýsköpunarmiðstöðvar Danmerkur

Það er nægt rými fyrir betrumbætur á íslenska styrkja og nýsköpunarkerfinu (sbr. greinar Magnúsar K. Magnússonar og Eiríks Steingrímssonar - aðgengilegar vefnum visindi.blog.is.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband