16.2.2011 | 12:28
Um ræktun erfðabreyttra lífvera
Eiríkur Steingrímsson var í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi vegna þingsályktunartillögu um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum. Hann útskýrði sjónarmið "þessara svokölluðu erfðafræðinganna" ágætlega.
Einnig var sýnt viðtal við Þuríði Backman, fyrsta flutningsmann tillögunar.
Þuríður sagðist vilja virða varúðarregluna, því ekki sé hægt að sanna með óyggjandi hætti að erfðabreyttar lífverur valdi ekki skaða í náttúrunni.
Ef varúðarreglunni er beitt á þennan hátt, þá er eðlilegt að vænta þess að Þuríður leggi fram tillögur um að banna fleiri tækninýjungar því ekki er "hægt að sanna með óyggjandi hætti að [þær] valdi ekki skaða í náttúrunni." Með þessum rökum er eðlilegt að banna þriðjukynslóð farsíma, blue-ray diska, fésbókina, nýjustu úlpuna frá Nikita og grjónagrautinn frá MS (sem er fullur af DNA!).
Mér leikur forvitni á að vita, hver skrifaði greinagerðina með þingsályktunartillögunni?
Þuríður var mjög gagnrýnin á ríkisábyrgðina sem Íslensk erfðagreining fékk á sínum tíma. Vísbendingar eru um að lögmenn ÍE hafi verið hjálplegir ríkistjórn Davíðs Oddson við að semja ríkisábyrgðarlögin og gagnagrunnslögin. Það er því mjög forvitnilegt að vita hvaða vinnubrögð Þuríður hefur viðhaft í þessu máli.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erfðabreytingar og ræktun | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Eigum við ekki bara að banna vatn, það er hægt að sanna að það getur valdið skaða í náttúrunni.
Arnar, 16.2.2011 kl. 14:17
Vatn finnst einnig í hættulegu fólki, fjöldamorðingjar eru með vatn í sér!
Það eitt og sér ætti að vera næg rök til að láta banna það.
Arnar Pálsson, 16.2.2011 kl. 14:39
Penn og Teller sögðu þetta vel á sínum tíma:
Það er rosalega auðvelt að vera á móti erfðabreyttum matvælum og heimta aðeins lífrænt ræktað, þegar maður á sjálfur nóg af mat.
Fólk hugsar alls ekki út í hversu mörgum mannslífum þessi ræktun og tækninýjungar gætu bjargað.
Öldum saman hefur farið fram "selective breeding", til að gera epli stærri og safameiri, banana stærri o.s.frv. Besta grænmetið og ávextirnir eru teknir og af því er gróðursett aftur til að fá stærri og betri afurðir.
Hægt er að sjá til þess að þessar erfðabreyttu afurðir standi af sér harðara veðurfar, bæði kulda og hita. Og að afurðirnar verði stærri og geti mett fleiri munna. Það er hreint alveg ótrúlegt, að nokkur manneskja myndi vilja banna svona, vitandi að það eru margar miljónir af sveltandi fólki og börnum í heiminum.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.2.2011 kl. 14:52
Ekki bara að banna allar tækninýjungar heldur flest tól, tæki og efni í umhverfi okkar.
Ég veit ekki um neitt sem ekki er skaðlegt ef því er misbeitt eða óheppnin er með.
100% öryggi er ekki til og því sætta menn sig við 99,eitthvað% í tilviki þessa byggs.
Haraldur Rafn Ingvason, 16.2.2011 kl. 14:53
Takk Ingibjörg
Þetta var eitthvað kunnulegt! Dihydrogen oxide hét það í atriðinu þeirra.
Fólk hefur samþykkt að fá hjartalokur úr svínum og líffæri úr öðru fólki.
Þessi mótstaða hverfur líklega þegar erfðalækningar komast á almennilegt skrið. Þegar valið stendur á milli lífs og dauða, er hægt að yfirstíga óttann við hið ókunna.
Haraldur
Þetta hljómar eins og áskorun! Hvað með eina fjöður af nýfæddum kjúklingi?
Arnar Pálsson, 16.2.2011 kl. 17:27
Mikið er nú yndislegt að vera hér úti í sveitinni um hásumar að eltast við landnámshænur. Nei, mikið er þetta lítil og sæt ungafjöður - þarf að skoða hana aðeins betur - æ hver fjandinn hún fór upp í nefið á mér - ég tárast - og nú kemur hnerrakast frá helvíti og ég sé ekki glóru - og þurfti nú skrambans kúadellan endilega að vera akkúrat hér - svo ég gæti runnið í henni og lent með hnakkann á harðfisksteininum...
Þetta gæti örugglega gerst í 0,001% tilvika þar sem allir ofangreindir þættir væru fyrir hendi
Haraldur Rafn Ingvason, 17.2.2011 kl. 00:20
Heh.. dihydrogenmonoxide minnir mig á http://www.dhmo.org/, sem er alger snilld.
Spurning hvort alþingismenn viti af þessu stórhættulega efni.
Arnar, 17.2.2011 kl. 09:33
Reyndar eru fæðiöryggisrökin fyrir erfðabreyttum matvælum afburðar léleg. Kjötneysla vesturlandabúa er gífurleg, miklu meiri en nokkursstaðar annarsstaðar bæði yfir tíma og rúm. Kjötneysla tekur mun meira landssvæði en neysla hefðbundnari matar (korns, bauna, ávaxta, grænmetis). Ég er ekki að segja að allir eigi að vera grænmetisætur, en sú staðreynd að lítill hluti mannkyns geti leyft sér 14 kjötmáltíðir í viku á eflaust meiri þátt í fæðuóöryggi heimsins heldur en sú staðreynd að erfðabreytt matvæli eru litin hornauga.
Annað. Erfðabreytt matvæli sem eru sérstaklega hönnuð til að standa af sér meiri raunir en náttúruleg matvæli eru með yfirburði í náttúrulegu vali, því er meingunarhættan mun meiri á þessum lífverum heldur en lífverum sem hafa verið kynbætt. Venjan er að kynbætt matvæli verði háðari manninum og því er mengunarhættan lítil sem engin. Það er því reginmunur á erfðabreyttum og kynbættum matvælum.
Þetta eru samt ekki rök gegn allri ræktun á erfðabreyttum lífverum. Ef vel er að verki staðið, passað að erfðabreytingin sem ekki með náttúralega yfirburði yfir umhverfið sitt, þá er ekkert að erfðabreyttum lífverum per se.
Hins vegar er þessi bransi fullur af slæmri pólitík og enn verri bissness. Til dæmis er í gangi einkaréttur á sumum lífverum sem er notað sem tæki til að kúga og arðræna fátæka bændur. En það er ekki við erfðabreyttar lífverur að sakast að þær séu misnotaðar af vondum kapítalistum og spilltum stjórnmálamönnum. Vísindamenn þurfa hins vegar að vera meðvitaðir um þessa staðreynd.
Það er fullt af ástæðum fyrir því að vera á móti erfðabreyttum lífverum. Ég sé hins vegar enga ástæðu til þess, þar sem engin af þessum ástæðum er tækninni eða vísindunum að kenna (hvað þá lífverunum sjálfum). Ég sé hins vegar fjölmargar góðar ástæður til að vera á móti vondu kapítalistunum sem misnota þessa tækni. Ég held að fleira fólk ætti frekar að einbeita sér að þeim.
Rúnar (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 13:03
Rúnar, á íslandi er td. ORF Líftækni (eða hvað sem það heitir) að rækta erfðabreytt korn, reyndar í læknisfræðilegum tilgangi en ekki til fæðuöflunar.
Á þónokkrum stöðum er tilrauna ræktun á byggi í gangi, engar erfðabreytingar þar, en hugsanlega væri hægt að beyta erfðabreytingum til að búa til harðgerðari bygg sem hentaði betur til ræktunar miðað við stutta sumrið sem við njótum hérna á íslandi.
Og það er allt í lagi að vera á móti erfðabreytingum, en það má samt ekki blinda fólk algerlega. Andstaðan við algert bann er ekki endilega algert frelsi.
Arnar, 17.2.2011 kl. 14:05
Takk Rúnar fyrir innleggið.
Það hljómar eins og við séum á nokkuð svipuðu máli. Ég sé ástæðu til þess að vera á móti því hvernig ákveðin fyrirtæki nýta sér erfðabreyttar lífverur, rétt eins og ég ér á móti fyrirtækjum sem nýta sér sprengihreyfla og glussatjakka til að búa til skriðdreka.
Arnar Pálsson, 17.2.2011 kl. 18:21
Jakobína skrifaði pistilinn Útiræktun erfðabreytts byggs til lyfjaiðnaðar - og hún er kyrfilega mótfallin útiræktun. Hún segir meðal annars:
Magnús Karl gerði athugasemdir við skrif hennar...
en fékk hrokastimpilinn í kjölfarið, og þetta að auki
Ég reyndi að setja inn athugasemd en var sagt að það væri ekki hægt úr minni tölvu. Tölvan mín eða ég sjálfur hljótum að vera sýkt af einhverjum óskunda. En hér birtist hún.
Arnar Pálsson, 17.2.2011 kl. 18:28
Arnar,
Jakobínu blessaðri tókst ekki bara að merkja alla vísindamenn veraldar sem gróðapunga heldur tókst henni um leið að hafna erfðafræði eins og við þekkjum hana, svo og tegundahugtakinu. Skv henni þá stekkur erfðaefni á milli tegunda. Þegar þú borðar kál, sem er fullt af erfðaefni (því kál er jú lifandi) þá fer erfðaefni kálsins inn í erfðaefni þitt. Þess vegna hefur allt þetta kál fundist í erfðamengi mannsins.
Allavegar virðist vera mikið kál-erfðaefni í Jakobínu!
Skiluru?
Hrekkjalómur
hrekkjalómur (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 22:27
Ég þarf greinilega að fara að ræða vil starfsmenninna í kjötborðinu í næstu búð því DNA mitt og simpansa er ~97% eins!
Arnar, 18.2.2011 kl. 09:00
Hrekkjalómur
Það er töluvert um rangfærslur hjá Jakobínu. Síðan eitthvað um blammeringar - eins og þessi um gróðadrifið.
Skil hvað þú ert að fara með kállíkingunni. Ég er frekar hallur undir kál.
Arnar
Góð spurning, hverus náskylt þarf kjötið að vera til að talað sé um kannibalisma? Apakjöt er reyndar ekki til sölu hérlendis, en slíkt má finna í pottum í Kongo, sérstaklega á svæðum þar sem hryðjuverkamenn ráða ríkjum og stunda ólöglegan námagröft.
Arnar Pálsson, 18.2.2011 kl. 11:55
Leit við á síðunni hjá Jakobínu sem þú bentir á. Henni er nokkuð heitt i hamsi varðandi þessi mál. Ég kommentaði smá og er nú óalandi og óferjandi - eina ferðina enn...
Haraldur Rafn Ingvason, 18.2.2011 kl. 18:23
Sæll Haraldur óferjandi.
Ég las yfir þessar skriftir og líka samskipti Jakobínu og Tinnu. Að mínu mati komst þú ágætlega frá málinu, en tæplega verður það henni til sæmdar. En hver þarf sæmd þegar maður hefur heitt hams.
Arnar Pálsson, 22.2.2011 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.