28.2.2011 | 10:51
Aðalfundur Líffræðifélag Íslands 28. febrúar
Líffræðifélag Íslands verður 32 ára á árinu 2011. Starf félagsins hefur aðallega snúist um að halda málþing og ráðstefnur um líffræðileg málefni. Síðasta afmælisráðstefna var haldin árið 2009, og var þar ákveðið að halda stóru líffræðiráðstefnuna á 2 ára fresti en ekki á 5 fresti. Einnig stóð félagið, í samstarfi við vistfræðifélag íslands, fyrir eins dags ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika haustið 2010.
Nú liggur fyrir að skipuleggja ráðstefnu ársins 2011. Að því tilefni verður haldinn aðalfundur félagsins og undirbúningur hafinn fyrir skipulagningu líffræðiráðstefnunar 2011. Markmiðið er að byggja traustara tenglanet, til að tryggja að allar stofnanir, skólar og setur séu með í ráðum.
Aðalfundur Líffræðifélagsins verður haldinn í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands kaffistofu starfsfólks þann 28. febrúar næstkomandi kl. 20.00.
Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og áhugasamir að bjóða sig fram í stjórn.
Léttar veitingar verða í boði og hugsanlega skemmtiatriði.
Dagskrá:
Fjármál félagsins.
Kosning stjórnar.
Starfið á árinu 2011.
Önnur mál.
Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Skráning í félagið fer fram á http://lif.gresjan.is/skraning/
Ég biðst velvirðingar á því ólagi sem er á vefsíðu félagsins biologia.hi.is.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:58 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.