28.2.2011 | 22:15
Arfleifð Darwins: námskeið
Árið 2009 voru 200 ár liðin frá fæðingu Charles R. Darwins og 150 ár síðan bók hans Uppruni tegundanna kom út. Af því tilefni rituðu íslenskir vísindamenn bókina Arfleifð Darwins.
Áhugasömum er bent á að nokkrir af höfundum kafla í bókinn Arfleifð Dawins munu taka þátt í námskeiði á vegum Endurmenntunar HÍ. Þar verður rætt um valda kafla bókarinnar, um Charles R. Darwin og þróunarkenninguna í víðu samhengi.
Á námskeiðinu verður farið í efni þeirrar bókar og ýmsar spurningar ræddar, s.s.:
- Hvers vegna stunda lífverur kynæxlun?
- Hver er uppruni lífsins?
- Hvað eru lifandi steingervingar?
- Hvernig þróuðust finkurnar á Galapagoseyjum?
- Hvernig tóku Íslendingar þróunarkenningunni?
- Hvernig þróast fórnfýsi?
- Veldur þróun sjúkdómum?
- Hver eru tengsl þróunarfræði, hugvísinda og trúarbragða?
- Eru nýjar tegundir að myndast á Íslandi?
Kennsla / umsjón:
Arnar Pálsson, dósent við HÍ, Bjarni K. Kristjánsson, dósent við Hólaskóla, Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri við HÍ, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla SÞ, Ólafur Ingólfsson, prófessor við HÍ, Snæbjörn Pálsson, dósent við HÍ og Steindór Erlingsson, sjálfstætt starfandi.
Arfleifð Darwins: Þróunarkenningin barst fljótt til Íslands
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Mér datt í hug þú þegar ég sá þessa áhugaverðu frétt
Höskuldur Búi Jónsson, 1.3.2011 kl. 09:33
Sæll Höski
Takk fyrir tengilinn, Heliconius fiðrildin eru alveg frábær og eiga nokrka aðdáendur (http://www.heliconius.org/)
Muller uppgötvaði ákveðna útgáfu af hermun (mimicry) með því að skoða þau. Hann sá að skyldar eða minna skyldar tegundir af eitruðum tegundum á sama svæði, voru með mjög svipað litamynstur á vængjunum. Samkvæmt tilgátunni þá var það vegna þess að báðar tegundir voru veiddar af sama afræningja, og það er ávinningur í því að eitraðar tegundir sendi báðar sama varúðarmerkið til afræningjans.
Arnar Pálsson, 1.3.2011 kl. 10:20
Námskeiðið var fellt niður vegna ónógrar þátttöku. Vinsamlegast hafið samband við Endurmenntun Snæbjörn Pálsson ef þið hafið áhuga á að taka þátt í áþekku námskeiði síðar.
Arnar Pálsson, 2.3.2011 kl. 12:12
Leiðrétting
Vinsamlegast hafið samband við Snæbjörn Pálsson ef þið hafið áhuga á að taka þátt í áþekku námskeiði síðar.
Arnar Pálsson, 2.3.2011 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.