Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu dýrin á jörðinni

7 og 14. mars mun RÚV sýna þætti um uppruna lífsins.

Í fyrri þættinum rakti Davíð menjar um fyrstu dýrin og hinn heillandi starfa steingervingafræðingsins. Hann skildi við á for-kambrían tímabilinu, og því er líklegt að hann muni tala um lífssprenginuna á Kambrían í þætti kvöldsins. Þar munu lífverur frá Burgess Shale svæðinu í Kanada ríða fyrstar á vaðið. Í þeim jarðlögum er að finna leifar margara torkennilegra tegunda sem enga afkomendur eiga nú á dögum. Stephen J. Gould gerði þessar lífverur heimsfrægar í bókinni Wonderful life - þar sem hann veltir meðal annars fyrir sér spurningunni, hvað myndi gerast ef lífið yrði endursýnt. Myndur risaeðlurnar, elftingartrén, steypireyðurinn og maðurinn birtast aftur?

Umfjöllun RÚV um uppruna lífsins (First life).

Í þessari bresku heimildamynd, sem er í tveimur hlutum, veltir David Attenborough því fyrir sér hvernig fyrstu dýrin á jörðinni urðu til.

Á glæsilegum ferli sínum, sem spannar orðið meira en hálfa öld og fjölmargar glæsilegar þáttaraðir, er David Attenborough orðinn einn virtasti fræðimaður heims um lífið á jörðinni. Og nú fjallar hann í þessum tveimur þáttum um þau dýr sem eðlilega er hvað minnst vitað um, fyrstu lífverurnar á plánetunni. Þetta er mikil saga sem nær yfir milljónir ára, frá dögun lífsins í „djúpum vítis“ til fyrstu fótanna sem stigu á land.

First Life á síðu BBC og síða helguð þáttunum.

Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu pistilsins ruglaði ég saman fornleifafræðingi og steingervingafræðingi. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum, og mögulegum móðgunum sem af þeim gætu hafa sprottið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ein lítil athugasemd. Áttu ekki við steingervingafræðing þar sem þú segir "...hinn heillandi starfa fornleifafræðingsins."?

Náttúrufræðin á margt að þakka David Attenborough - snillingur.

Höskuldur Búi Jónsson, 14.3.2011 kl. 11:08

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Auðvitað Höski - takk kærlega.

Arnar Pálsson, 14.3.2011 kl. 11:51

3 identicon

Wonderful life er frábær bók!

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 16:25

4 identicon

Við þetta má bæta að í þessum þáttum er hvergi vikið að því hvernig líf varð til, einungis hvar líf hafi mögulega getað orðið til.

Jóhann (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 04:38

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Ég er alveg sammála þér Steindór, hún opnaði augu margra.

Jóhann.

Spurningin um uppruna lífsins er erfiðari en spurningar um tilurð þróunarlegra nýjunga (sem First life fjallar aðallega um - titill þáttanna var ILLA þýddur að mínu mati).

Ég mæli með skrifum Guðmundar Eggertssonar um "leitina að uppruna lífs", hann hefur tekið saman tilgátur og niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa uppruna lífs (the origin of life).

Arnar Pálsson, 15.3.2011 kl. 09:14

6 identicon

Þakka þér ábendinguna Arnar.

Ég mun lesa þessa bók. Vonandi reifar hún frekar þau álitamál sem Bill Bryson hefur gert sæmilega grein fyrir í bók sinni: "A Short History of Nearly Everything"

Jóhann (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband