Leita í fréttum mbl.is

MANNA

Mér var bent á forvitnilega sýningu í Norræna húsinu. Úr tilkynningu:

Viltu vita meira um matinn okkar? Vitum við í raun hvaðan hann kemur og hvernig hann verður til? Manna er sýning sem höfðar til allra skilningarvitanna, sýning þar sem fjallað er um sambandið milli fæðu og umhverfis, hvernig við vanmetum áhrif okkar á náttúruna og birtir okkur vistfræðilegan veruleika vors daglega brauðs. Málefnið er sett fram á myndrænan og lifandi hátt þar sem húmor og jákvæðni eru höfð að leiðarljósi.

Þrátt fyrir borgarvæðingu og  þann hátækniiðnað sem við búum við í dag erum við jafn háð náttúrunni og við vorum í árdaga, jafnvel háðari ef eitthvað er. Í dag notum við meira af auðlindum jarðar en við gerðum á dögum bændasamfélagsins. Er öllum ljós tengingin milli dýranna í húsdýragarðinum við skinkuna á brauðinu eða hakkið í kjötbollunum?

Fáir vita að það þarf fleiri hundruð lítra af vatni til að framleiða eina flösku af bjór og til að búa til einn hamborgara þarf þúsundir af frjóvgandi skordýrum. Það vita heldur ekki margir að hægt er að bjarga heilu regnskógunum með því að skipta um kaffitegund og að stór hluti af kjötinu sem við borðum er alið á fóðri sem kemur erlendis frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband