Leita í fréttum mbl.is

Tilvitnanir en ekki vinsældir

Einn mælikvarði á mikilvægi rannsókna er hversu margar tilvitnanir ákveðin vísindagrein. Segjum að Emil birti grein um aðferð til að bæta líðan mjólkurgeita. Vísindamönnum sem finnst mikið til þeirrar rannsóknar vitna í grein hans, þegar þeir birta sínar greinar um skyld efni. Því mikilvægari sem rannsókn Emils er, því fleiri vitna í hana. Þannig vitna mjög margir í grein Watson og Crick um byggingu erfðaefnisins, þar sem um var að ræða grundvallaruppgötvun í líffræði. Vinsældir hafa ósköp lítið með þetta að segja, þótt sýnileiki greina (hvar þær eru birtar og hversu mikið er um þær fjallað) skipti vissulega máli (sbr. Í fréttum eða fokinn).

 

Thomson Reuters halda úti stórum gagnagrunni um birtar vísindagreinar og tilvitnanir á milli greina. Það gefur fyrirtækinu tækifæri á að mæla áhrif ritrýndra vísindagreina á vissu tímabili. Á hliðstæðan hátt er hægt að meta áhrif vísindatímarita, háskóla og stofnanna.

Í samantektinni komast þrír starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar á topp tíu yfir þá vísindamenn sem mest er vitnað til á árinu 2010. Auk Kára eru þetta Unnur Þorsteinsdóttir, hægri hönd forstjórans, og Augustine Kong yfirmaður tölfræðideildar fyrirtækisins. Kári hefur verið meira í sviðsljósinu en bæði Unnur og Augustine eru vel að heiðrinum komin enda hafa þau leyst mörg praktísk og vísindaleg vandamál í starfi sínu. Augustine fór fyrir hópi sem uppgötvaði aðferð til að ákvarða hvort að ákveðnir litningabútar væru frá mömmu eða pappa. Vandamálið er að ef einstaklingur er arfblendin um margar stökkbreytingar á ákveðnu svæði í erfðamenginu er ómögulegt með hefðbundnum aðferðum að greina hvaðan hver stökkbreyting kemur. Með þessari aðferð (fösun með skyldleika - phasing by descent) er t.d. hægt að segja til um hvaða stökkbreytinga sitja saman á tiltekinni útgáfu af litningi 3. Það er að mínu viti merkilegasta uppgötvun starfsmanna ÍE, er lykillinn að öllu starfi ÍE nútildags og gefur þeim forskot á samkeppnisaðillana.

Tilvitnanir eru samt hvorki upphaf né endir alls, t.d. hefur grein Augstine Kong og félaga um fösunina aðeins fengið 31 tilvitnun (24. mars. 2011) á meðan aðrar greinar ÍE hafa rakað saman fleiri hundruð tilvitnunum. Margar mikilvægustu uppgötvanir vísindasögunar voru hundsaðar af samtímamönnum, á meðan þeir einbeittu sér að "léttvægari" vísindum. Einnig er sum fræðasvið afmarkaðari og lykiluppgötvanir sem hafa áhrif út fyrir fræðasviðið ná ekki athygli heimsins fyrr en eftir dúk og disk. Það er engu að síður gaman að heyra að niðurstöður íslenskrar erfðagreiningar hafi víðtæk áhrif á líffræði og læknisfræði, þó mig gruni að í aldarlok verði ljóst að sumar af minna "vinsælum" greinum fyrirtækisins hafir reynst merkilegastar.

 


mbl.is Meðal „heitustu“ rannsókna ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...svo ekki sé minnst á vísindabyltingar, eða "paradigm shift" sbr. Kuhn.

En segðu mér nú eitt Arnar, er það rétt sem ég heyrði nýverið að erfðafræðilega sé ég skyldari simpansa, en konunni minni?

Jóhann (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 20:57

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Byltingar í anda Kuhn eru frekar litlar nútildags, og ná yfirleitt bara til undirsviða ákveðinna fræðigreina. Ég man ekki eftir neinni stórri þekkingarfræðilegribyltingu sem hefur orðið t.d. í líffræði á síðustu árum (þótt vissulega hafi orðið framfarir í tækni og ný fræðasvið opnast).

Ein leið til að ákvarða skyldleika þriggja einstaklinga er að gera erfðapróf. Það ætti að geta skorið úr um innbyrðis skyldleika þríeykis þíns.

Arnar Pálsson, 25.3.2011 kl. 16:17

3 identicon

Ég hef nú aldrei skilið Kuhn sem svo að hann sé að fjalla um byltingar sem eigi sér stað á nokkrum árum. Þú heldur kannski að mannkyn sé komið að þekkingarfræðilegri endastöð?

Hvað varðar síðara svar þitt þá vil ég benda þér á eftirfarandi samtal:

http://www.youtube.com/watch?v=u8e7rmIdGDM

Er það rétt seem Patricia Churchland segir 1:45 ?

Jóhann (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 17:06

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Jóhann

Ég er ekki að segja að við séum komin að endastöð í þekkingarleitinni, frekar að við séum búin að finna út flest af stóru dráttunum. Spurningarnar snúast frekar um hlutfallslegt mikilvægi mismunandi þátta og samspil þeirra.

Ég skil ekki alveg hvað hún er að fara, en sú staðhæfing að karlmenn séu erfðafræðilega skyldari simpönsum en eiginkonum sínum er röng. Vitanlega er grundvallarmunur á kynjunum en hann liggur ekki í erfðasamsetningu (Y litningurinn er óttalegt peð með fá gen) heldur því hvaða samsetning af genum er tjáð í körlum og konum.

Arnar Pálsson, 25.3.2011 kl. 17:21

5 identicon

... mér þótti þetta furðulegt hjá henni. En ef hún kvalífíserar það með "karlkyns simpönsum"?

Jóhann (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 18:52

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Jóhann

Það breytir engu að skilyrða staðhæfinguna með kyni.

Arnar Pálsson, 28.3.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband