29.3.2011 | 12:23
Málstofa og erindi um sjófugla við Ísland
Umhverfisráðaneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir Málstofu um sjófugla við Ísland fimmtudaginn 31. mars 2011. Ræða á:
ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið, hvernig loftslags- og umhverfisbreytingar hugsanlega virka á stofnana og umhverfi þeirra og hvernig bregðast megi við slíkum breytingum.
Málstofan er haldin á Hótel Sögu í sal Harvard II, kl. 13:00 til 17:00. Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fuglaverndar, er fundarstjóri.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- 13:00. Setning, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
- 13:10. Sjófuglastofnar við Ísland - inngangur. Arnþór Garðarsson prófessor Háskóla Íslands.
- 13:40. Loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar. Halldór Björnsson Veðurstofu Íslands.
- 14:00. Hvaða áhrif gæti hlýnun haft á lífríki sjávar við Ísland og á nálægum svæðum. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur.
- 14:20. Fæða stærstu stofna íslenskra sjófugla. Kristján Lilliendahl, Hafrannsóknastofnun.
- 14:40. Stofnrannsóknir á lunda, hlýnun sjávar og sjálfbærni veiða. Erpur S. Hansen Náttúrustofu Suðurlands.
- 15:00. Kaffi.
- 15:20. Vetrarstöðvar íslenskra bjargfugla. Guðmundur A. Guðmundsson, Náttúrufræðistofnun Íslands
- 15:40. Vöktun sjófugla og annarra mikilvægra fuglastofna. Kristinn H. Skarphéðinsson Náttúrufræðistofnun Íslands.
- 16:00 Mögulegar aðgerðir umræða.
- 17:00 Fundarslit.
Arnþór Garðarsson heldur einnig föstudagsfyrirlestur Líffræðistofnunar 1. apríl næstkomandi. Hann er prófessor emeritus við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ. Hann hefur aðallega stundað rannsóknir á vistfræði fugla, samspili fugla og vatnaskordýra við Mývatn og sveiflur í sjófuglastofnum. Arnþór hefur einnig þróað aðferðir til að áætla þéttleika fugla úr lofti sem nýtast við rannsóknir á sjófuglastofnum. Ágrip erindis:
Menn hafa frá örófi alda sótt að ströndinni og stundað veiðar á fiskum, sjávarskjaldbökum, sjófuglum og sjávarspendýrum. Þessi sókn leiddi til fækkunar og útdauða stofna og tegunda í takt við lögmál framboðs og eftirspurnar. Röskun af völdum þessara strandveiða var veruleg hér á landi en um 25% af öllum sjófuglum í Norðaustur-Atlanrshafi á heima á Íslandi, og hér eru nokkrar stærstu sjófuglabyggðir heims. Í þessu erindi verður fjallað almennt um sjófuglastofna, áhrif þeirra á vistkerfi strandarinnar og áhrif manna á tilvist sjófugla.
Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram). Þeir eru haldnir í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ (kl 12:30-13:10).
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Samkvæmt dagskrá fundarins á fimmtudaginn virðast menn allir því að hlýnun sjávar eigi alla sök á óförum sjófuglanna hér við land á undanförnum árum. Arnþór Garðarsson gæti hinsvegar komið eitthvað inn á það sem málið snýst um: Rányrkjuna í uppsjávarveiðunum undangengin ár. Vonandi verður einhver til að spyrja þessa fræðinga út í það.
Þórir Kjartansson, 29.3.2011 kl. 18:12
Þórir
Ég held að þú sért að oftúlka lykilspurningar fundarins "hvernig loftslags- og umhverfisbreytingar hugsanlega virka á stofnana og umhverfi þeirra", en sannarlega mætti velta upp fleiri mögulegum útskýringum. Það fer líklega eftir efnistökum einstakra fyrirlesara, líklegast er að Kristján Lilliendahl kæmi inn á það sem þú telur eiga einhverja (alla?) sök á óförum sjófuglanna.
Arnar Pálsson, 30.3.2011 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.