5.4.2011 | 15:29
Erindi: Stofnfrumur og þroskun lungna
Föstudagsfyrirlestur Líffræðistofnunar háskólans þessa vikuna (8. apríl 2011) er Sigríður Rut Franzdóttir nýdoktor við Læknadeild HÍ. Hún lauk nýverið doktorsprófi frá Háskólanum í Münster, þar sem hún rannsakaði ferðalög fruma í þroskun augna ávaxtaflugunar. Hún hlaut viðurkenningu semungur vísindamaður á ráðstefnu um rannsóknir í Líf og heilbrigðisvísindum síðastliðinn janúar. Nú starfar Sigríður við rannsóknir á stofnfrumum lungna og hefur ásamt samstarfsmönnum sínum þróað frumulíkan til þeirra rannsókna.
Hið flókna berkjutré lungans myndast með greinavexti þekjufruma. Nær öll þekking á þroskun og vexti lungna er úr músum og mikill skortur hefur verið á hentugum kerfum til rannsókna á ferlinu í mönnum. Hér verður kynnt frumulíkan fyrir lungu. Örva má mannafrumur í rækt til herma eftir greinavexti lungna og nota þær til rannsókna á stjórn greinamyndunar og líffræði mannslungans. Sigríður mun fjalla um þessar rannsóknir í fyrirlestri sínum.
Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram). Þeir eru haldnir í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ (kl 12:30-13:10).
Næstu fyrirlestrar.
13. apríl 2011 Bakteríudrepandi prótín - Guðmundur Hrafn Guðmundsson
(Athugið fyrirlestur Guðmundar er á miðvikudegi ekki föstudegi - hluti af afmælisdagskrá HÍ)
29. apríl 2011 DNA polýmerasar og viðgerð - Stefán Þ. Sigurðsson
6. maí 2011 Selarannsóknir við Selasetur Íslands - Sandra Granquist
13. maí 2011 Galapagoseyjar: lífríki og hættur - Hafdís H. Ægisdóttir
Einnig er fólki bent á 3 fyrirlestra miðvikudaginn 13. apríl (frá 16:30-18:00) um ""Rannsóknir á lífríki Íslands".
Hið flókna berkjutré lungans myndast með greinavexti þekjufruma. Nær öll þekking á þroskun og vexti lungna er úr músum og mikill skortur hefur verið á hentugum kerfum til rannsókna á ferlinu í mönnum. Hér verður kynnt frumulíkan fyrir lungu. Örva má mannafrumur í rækt til herma eftir greinavexti lungna og nota þær til rannsókna á stjórn greinamyndunar og líffræði mannslungans. Sigríður mun fjalla um þessar rannsóknir í fyrirlestri sínum.
Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram). Þeir eru haldnir í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ (kl 12:30-13:10).
Næstu fyrirlestrar.
13. apríl 2011 Bakteríudrepandi prótín - Guðmundur Hrafn Guðmundsson
(Athugið fyrirlestur Guðmundar er á miðvikudegi ekki föstudegi - hluti af afmælisdagskrá HÍ)
29. apríl 2011 DNA polýmerasar og viðgerð - Stefán Þ. Sigurðsson
6. maí 2011 Selarannsóknir við Selasetur Íslands - Sandra Granquist
13. maí 2011 Galapagoseyjar: lífríki og hættur - Hafdís H. Ægisdóttir
Einnig er fólki bent á 3 fyrirlestra miðvikudaginn 13. apríl (frá 16:30-18:00) um ""Rannsóknir á lífríki Íslands".
Jörundur Svavarsson greinir frá lífríki sjávar, en hann hefur stundað rannsóknir á lífríki sjávar um árabil og m.a. unnið við og skipulagt hið alþjóðlega BIOICE verkefni sem kortlagði tegundir botndýra og útbreiðslu þeirra á Íslandsmiðum.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir fjallar um gróðurfar en hún hefur unnið að rannsóknum í grasa- og umhverfisfræðum og nýlega rannsakað gróðurframvindu á Skeiðarársandi.
Í fyrirlestri sínum mun Arnþór Garðarsson, prófessor emeritus, fjalla um sjófuglastofna, tilvist þeirra og aðferðir til að rannsaka þá og tryggja framtíð þeirra, en um fjórðungur allra sjófugla í Norðaustur-Atlantshafi á heima á Íslandi og hér eru nokkrar stærstu sjófuglabyggðir heims, sérstaklega á Hornströndum, í Látrabjargi og Vestmannaeyjum.
Fyrirlestrarnir er hluti af dagkrá Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í aprílmánuði í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 15:35 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.