Leita í fréttum mbl.is

Lifandi steingervingar

Steingervingafræðingar hafa veitt því eftirtekt að stundum finnast leifar áþekkra tegunda í mjög misgömlum jarðlögum. Í sumum tilfellum hafa tugmilljónir eða jafnvel hundrað milljónir ára liðið frá því að tegundin sást fyrst, og þar til hún hvarf úr steingervingasögunni. Í sumum tilfellum hverfa þessar tegundir ekki, heldur eiga sér lifandi fulltrúa á jörðinni í dag. Þetta eru lifandi steingervingar (living fossils), sem Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg S. Jónsdóttir ræða í kafla sínum um sögu lífsins á jörðinni í Arfleifð Darwins.

Þekktustu dæmin um lifandi steingervinga eru bláfiskurinn (Latimeria) sem Örnólfur Thorlacius ritaði svo skemmtilega grein um í Náttúrufræðingnum um árið, musteristréð (Ginko biloba) og skeifukrabbar. Færri vita að vissir hákarlar eru nokkurn vegin eins í útliti og forfeður þeirra sem komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir u.þ.b. 450 milljónum ára. Árið 2007 var lýst myndum af hrúðhákarli* (frilled shark - Chlamydoselachus) sem venjulega finnst eingöngu í djúpsjó. Hákarlinn gætil talist fornfálegur en engu að síður nægilega góður til að lifa af í hundruði milljóna ára.

frillshark-big-1Myndin er af vef National Geographic, mæli með því að fólk fylgi tenglinum og skoði hinar myndirnar af dýrinu.

Þótt saga lífsins sé að miklu leyti saga breytinga, fjölbreytini og nýjunga, er samt viðbúið að einhverjar tegundir varðveitist á þennan hátt. Þótt útlit þeirra sé áþekkt eru mestar líkur á að genin hafi tekið miklum breytingum. Vera má að genin sem móta útlit hákarlsins starfi á ólíkan hátt í nútímanum og þau gerðu fyrir 300 milljónum ára. Einnig er góður möguleiki á að nútíma hrúðhákarlinn hafi misst einhver gen forfeðra sinna, og áskotnast ný á þessum langa tíma.

Ítarefni:

Ridley - Evolution: living fossils.

Örnólfur Thorlacius: Sagan af bláfiskinum - Náttúrufræðingurinn 1995, í gegnum tímarit.is.

Chlamydoselachus á Fishbase.org

Steingervingar og þróun lífs

*Hrúðhákarl er mín örvæntingafulla þýðing á frilled shark ef þið vitið um aðra betri deilið henni endilega.


mbl.is Fann 300 milljón ára gamalt bein í námu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband