29.4.2011 | 10:15
Á slóðum Darwins í Öskju
Ljósmyndasýning Hafdísar Hönnu Ægisdóttur var sett upp í Öskju (náttúrufræðahúsi HÍ) fyrr í Apríl, og er hún hluti af afmælisdagskrá HÍ. Sýningin er í andyri hússins og er öllum opin að kostnaðarlausu.
Ljósmyndirnar á sýningunni "Á slóðum Darwins" eru af lífríki og landslagi Galapagoseyja. Myndinar tók líffræðingurinn Hafdís Hanna Ægisdóttir á fimm vikna rannsóknarferð um eyjurnar árið 2007.
Myndir Bjarni Helgason og Hafdís H. Ægisdóttir - copyright.
Hafdís tók ógrynni ljósmynda á eyjunum, úrval þeirra má sjá á sýningunni og fleiri að auki á myndasíðu hennar - http://www.flickr.com/photos/hafdishanna.
Bókin Arfleifð Darwins þróunarfræði, náttúra og menning er gefin út í tilefni þess að í fyrra voru 150 ár liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna og 200 ár frá fæðingu Charles R. Darwin. Markmið bókarinnar er að kynna íslendingum þróunarkenninguna, sem varpar ljósi á flest líffræðileg fyrirbæri og hefur vægi í læknisfræði, jarðfræði og jafnvel tölvunarfræði.
Viðbót. Galapagoseyjar: lífríki og hættur
Hafdís mun halda opinn fyrirlestur í hádeginu 13. maí 2011, í stofu 131 í Öskju Náttúrufræðahúsi HÍ (kl. 12:30-13.10). Í fyrirlestrinum Galapagoseyjar: lífríki og hættur, tvinnar Hafdís saman þekkingu sína af vistfræði, líflandafræði og reynslu frá heimsókn sinni til eyjanna. Um er að ræða lokahnykk föstudagsfyrirlestra líffræðistofnunar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.