11.5.2011 | 10:43
Erindi: Galapagoseyjar: lífríki og hættur
Síðasti föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar þetta vorið verður fluttur af Hafdísi Hönnu Ægisdóttur plöntuvistfræðingi og forstöðumanni Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrirlesturinn Galapagoseyjar: lífríki og hættur verður fluttur 13. maí 2011, í Öskju Náttúrufræðahúsi HÍ (stofu 131, kl. 12:30).
Hafdís Hanna Ægisdóttir mun fjalla um einstakt lífríki Galapagoseyja og þær hættur sem steðja að eyjunum. Galapagoseyjar er afskekktur eyjaklasi, staðsettur tæplega 1000 km undan strönd meginlands Suður-Ameríku. Eyjarnar voru gerðar að þjóðgarði árið 1959 og hafa verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1978. Þrátt fyrir að eyjarnar séu einn best varðveitti eyjaklasi í heiminum, þá á lífríki eyjanna í vök að verjast, m.a. vegna ágengra tegunda og miklum fjölda ferðamanna. Í fyrirlestrinum mun Hafdís Hanna segja frá persónulegri reynslu sinni af eyjunum og velta upp þeirra spurningu hvort eyjarnar séu paradís í hættu.
Ljósmyndasýning Hafdísar á slóðum Darwins stendur nú yfir í Öskju. Þar sýnir hún ljósmyndir af lífríki Galapagoseyja, sem hún tók á meðan hún stundaði rannsóknar þar árið 2007 (sjá meðfylgjandi mynd af sæljóni - copyright Hafdís H. Ægisdóttir).
Hafdís er einn ritstjóra bókarinnar Arfleifð Darwins, sem hið Íslenska bókmenntafélag gaf út á haustmánuðum 2010.
Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram). Dagskrá vorsins má sjá á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.