Leita í fréttum mbl.is

Vísindadagatalið: Thomas H. Morgan og ávaxtaflugan

Vísindavefurinn heldur upp á aldarafmæli Háskóla Íslands með vísindadagatali. Þar er einn vísindamaður, erlendur eða íslenskur kynntur á hverjum degi. Ávaxtaflugan Drosophila melanogasterMér hlotnaðist sá heiður að skrifa um Thomas H. Morgan, sem var vísindamaður mánudagsins 9. maí. Morgan var alger brautryðjandi í rannsóknum á erfðum, mikið til vegna þeirrar heppni að hafa valið sér ávaxtafluguna sem tilraunadýr. Mynd af ávaxtaflugunni Drosophila melanogaster af vef Wikimedia commons. Hann sýndi fram á að genin eru á litningum og hlaut fyrir það nóbelsverðlaunin 1933. Hann deildi verðlaununum með nemendum sínum, sem flestir gerðu merkar uppgötvanir í erfðafræði. Hér er brot úr pistlinum:

Ávaxtaflugur mynda fullvaxta afkvæmi á tæpum tveim vikum við herbergishita, en engu að síður þurfti Morgan að bíða eftir niðurstöðum. Hugmynd hans var að fjölga flugum, æxla þeim saman og leita að frávikum. Mendel vann með ertur og hafði fundið litaafbrigði, hrukkaðar og sléttar baunir, dvergvaxin afbrigði og svo framvegis, en Morgan fann ekkert áþekkt. Hann játaði við gest á tilraunstofunni að hann væri við það að gefast upp, „Tveggja ára vinna er farinn í súginn, ég hef æxlað flugum allan þennan tíma og hef ekkert upp úr krafsinu“.**

En snemma árs 1910 uppskar hann laun erfiðis síns. Í einni flöskunni fann hann hvíteygða karlflugu. 

Í fyrra voru einmitt 100 ár síðan fyrsta genið fannst í ávaxtaflugum, sjá t.d. Morgan og hvíta genið.

Einnig vil ég benda fólki á að í tilefni afmælis HÍ býður heilbrigðisvísindasvið nóbelsverðlaunahafanum Elizabeth Blackburn til landsins. Hún heldur fyrirlestur 21. maí um litningaenda og öldrun, fyrirlesturinn heitir LANGLÍFI OG LITNINGAENDAR Telomeres and Telomerase: How do they Affect human Health and Disease? Elizabeth er ein af hetjunum mínum, framúrskarandi vísindamaður og öndvegis fyrirlesari. Ég geri henni betri skil í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband