Leita í fréttum mbl.is

... um vísindi, trúarbrögð og Carl Sagan

Eftir að hafa lesið pistil Róberts Björnssonar og hlustað á hugvekju Carl Sagans um litla blá depilinn (jörðina Pale Blue Dot) sá ég (í athugasemdum og á stjörnufræðivefnum) að ekkja Carl sagans mun halda fyrirlestur hérlendis 26. maí næstkomandi. Hvet alla til að mæta, og hvetja aðra til að mæta...og svo koll af kolli. Af vef Siðmenntar:

Fimmtudaginn 26. maí flytur Ann Druyan fyrirlestur um vísindi, trúarbrögð og Carl Sagan. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík (Bellatrix) og hefst klukkan 20:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Ann Druyan er bandarískur rithöfundur, fyrirlesari og framleiðandi sjónvarpsþátta. Hún hefur fjallað mikið um áhrif vísinda og tækni á siðmenningu okkar. Druyan skrifaði ásamt eiginmanni sínum heitnum, geimvísindamanninum og húmanistanum Carl Sagan handritið að Cosmos sjónvarpsþáttunum. Þessir þættir nutu mikilla vinsælda, unnu til fjölmargra verðlauna og voru sýndir í meira en 60 löndum.

Erindi hennar heitir „At Home in the Cosmos

Ann Druyan kemur til Íslands á vegum Siðmenntar í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heldur fyrirlestur um togstreituna á milli vísinda og trúarbragða og þau áhrif sem Carl Sagan hafði á almenna þekkingu og umræðu um vísindi.

 Tilkynning frá Siðmennt
mbl.is Leita að lífi á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband