24.5.2011 | 10:07
Fjölbreytni lífsins
Við skiljum bara brot af heiminum. Það þarf tölur eins og þessar til að við áttum okkur á því hversu lítið við vitum um náttúruna og lífverurnar. Hvursdags getur maður jafnvel gleymt því að við lifum á náttúrunni og þraukum vegna þess að hún er bærilega stöðug. Síðan kemur eldgos, flóðbylgja eða farsótt sem minnir mann á að við erum bara kvistur á lífsins tré, sem bærist fyrir náttúruöflunum.
Sem líffræðingi með áhuga á þróun finnst mér stórkostlegt að kynnast lífverum, þekktum eða áður óþekktum. Plöntur og þörungar eru ákaflega mismunandi að upplagi, og margar þeirra hreint stórkostlegar eins og silfursverðin á Hawaii (sjá mynd af Arizona háskóla). Ein tegund þeirra vex í Haleakala gígnum, fyrst í mörg ár sem silfurlitaður brúskur en síðan blómgast þau í einum svakalegum rykk.
Dýraríkið hefur samt vinninginn hvað fjölda tegunda varðar, nánar tiltekið bjöllusveit skordýranna. Af þeim 10-20 milljónum dýrategunda sem áætlað er að búi á jörðinni, eru bjöllur um 25%. Samkvæmt þjóðsögunni var Darwinistinn J.B.S. Haldane var einu sinni spurður um eðli skaparans út frá sköpunarverkinu. Hann átti að hafa svarað að hann hefði miklar mætur á bjöllum (An inordinate fondness for beetles) - How many species are there?.
Frétt mbl.is er að þessu sinni byggð á samantekt um nýjar tegundir. Sjá mynda albúm á vef BBC og umfjöllun á PopSci (The Top 10 New Species of 2011). Þeir reynda klikkuðu á því að nafngreina vísindamanninn sem vitnað var til í greininni. Mbl.is:
Það er raunhæft að áætla að enn eigi eftir að skrá, nefna og flokka um 10 milljón tegundir. Fyrr getum við ekki öðlast til fullnustu skilning á margbreytileika lífríkisins.
PopSci:
Scientists' best guess is that all species discovered since 1758 represent less than 20 percent of the plants and animals living on Earth, said Quentin Wheeler, an entomologist who directs the International Institute for Species Exploration at Arizona State University.
"A reasonable estimate is that 10 million species remain to be described, named, and classified before the diversity and complexity of the biosphere is understood," he said.
Ítarefni og pistlar:
Fleiri myndir má sjá á www.arkive.org og upplýsingar á vef grasafræðideildar Hawaii haskóla (Hawaiian silversword alliance, UH Botany).
Fjölbreytileiki sjávarlífsins - Census of Marine Life.
Umfjöllun Jerry Coyne um mat á fjölda tegunda - How many species are there? « Why Evolution Is True
80% tegunda heims enn óþekkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Stór hluti lífvera á jörðinni eru útdauðar... við verðum það líka ef við förum ekki að hugsa fyrir því að koma okkur út í geim, á aðrar plánetur.
Sendið mér peninga.. úps, just kidding ;)
doctore (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 12:33
Alltaf þessar heimsendaspár hjá þér Doctor E.
Við erum eilíf, a.m.k. sameindirnar sem í okkur eru (með nokkrum undantekningum).
Arnar Pálsson, 24.5.2011 kl. 12:42
Sem líffræðingur, þá stendur þú frammi fyrir tiltölulega einfaldri spurningu:
Er jörð okkar til marks um veigameira líf í Alheimi?
Jóhann (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 01:25
Sem Jóhann, þá hefur þú mjög athyglisverðan stíl á spurningum.
Vinsamlegast útlistaðu spurninguna aðeins nánar.
Ertu að spyrja hvort jörðin sem slík sé mark um eitthvað annað líf í alheimi?
eða hvort lífið á jörðinni sé mark um eitthvað annað líf í alheimi?
eða hvort jörðin sé mark um mjög þróað (vitibornar verur? - veigameira?) líf í alheimi?
eða hvort líf á jörðinni sé mark um mjög þróað (vitibornar verur? - veigameira?) líf í alheimi?
Eða er ég að misskilja veigameira?
Arnar Pálsson, 25.5.2011 kl. 09:16
Þakka þér svar þitt, Arnar.
Ég átti nú ekki von á því að lýsingarorðið: „veigameira", myndi vekja þessi viðbrögð.
Ég spyr þig bara: Heldur þú að tilvera "okkar" sé einungis tilfallandi afurð efnahvarfa?
Jóhann (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 00:19
Jóhann
Ertu að spá í því hvort að líf á jörðinni sé afleiðing náttúrulegra ferla?
Mér þykir það líklegasta skýringin já, öðrum sambærilegum spurningum er hægt að svara með skírskotun til náttúrulegra ferla og engin ástæða til að ætla annað en þeir geti líka útskýrt uppruna lífsins.
En hver var upprunalega spurningin þín annars?
Arnar Pálsson, 26.5.2011 kl. 09:00
Ertu að spá í því hvort að líf á jörðinni sé afleiðing náttúrulegra ferla?
Nei, ég var fremur að velta fyrir mér hvort þú teljir að líf sé að finna víðsvegar í Alheimi.
Og ef svo er, hvort tilviljanakennd náttúruleg ferli séu svo tilviljanakennd.
Jóhann (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 19:41
Jóhann
Það eru sannarlega einhverjar líkur á að líf sé að finna annarstaðar í alheiminum. Það sem við vitum ekki er hvað setur upphafi lífsins og framþróun þess skorður.
Þarf plánetu eins og okkar, eða geta fleiri plánetur eða jafnvel tungl verið heppilegar fyrir upphaf lífs?
Hvaða hitastigsbil er heppilegast, efnasamsetning plánetu og lofthjúps, þarf eldvirkni eða dægursveiflu af réttri lengd?
Mæli með Leitinni að uppruna lífs ef þú hefur áhuga á þessum spurningum.
Arnar Pálsson, 27.5.2011 kl. 08:48
Það eru sannarlega einhverjar líkur á að líf sé að finna annarstaðar í alheiminum.
Þar sem þú virðist aðhyllast þá hugmynd að líf sé sprottið af hendingu, þá þarft þú vitanlega að svara betur.
Því spyr ég þig enn og aftur: Heldur þú að alheimur sé til marks um líf af hendingu eða nauðsyn?
Er tilveran fyrir þér til marks um hvernig kaos varð að kosmos?
Jóhann (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 23:31
Sæll Jóhann
Ertu að spyrja mig um alheimsfræði, uppruna heimsins eða uppruna lífsins?
Ég skildi ekki almennilega fyrstu spurninguna þína, og á dálítið bágt með þessa nýjustu.
Þú segir:Áttu við að ef ég hefði aðhyllst þá hugmynd að líf sé ekki sprottið af hendingu, þá hefði ég ekki þurft að útskýra skoðun mína betur?
Ég lít ekki á líf sem nauðsyn, það eru of mörg lögmál í náttúrunni sem sýn mátt tilviljana!
Arnar Pálsson, 28.5.2011 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.