28.5.2011 | 15:04
Kynlífsráðgjöf Dr. Tatíönu
Hvert leitar öfugugginn ráða varðandi kynlíf sitt (eða skort á því)?
Ef öfugugginn er höfrungur þá myndi hann leita til Dr. Tatíönu. Höfrungar eru nefnilega svakalega opnir fyrir kynferðislegum tilraunum, þeir hnoðast á flestum dýrum sjávar og visitera jafnt leggöng og blástursop (líklega ekki vel tennta kjafta samt) - sjá neðst.
Dr. Tatíana varð fræg með bókinni, Dr Tatiana's Sex Advice to All Creation. Þar svarar hún fyrirspurnum dýra um kynlíf og makaval, eins og:
Dear Dr Tatiana,
I'm a queen bee, and I'm worried. All my lovers leave their genitals inside me and then drop dead. Is this normal?
Dear Dr. Tatiana,
I'm a European praying mantis, and I've noticed I enjoy sex more if I bite my lovers' heads off first. . . .Do you find this too?
I Like 'Em Headless in London
Dear Dr. Tatiana,
My name's Twiggy, and I'm a stick insect. . . .My mate and I have been copulating for 10 weeks already. I'm bored out of my skull, yet he shows no sign of flagging. . . .How can I get him to quit?
Sick of Sex in India
Dr. Tatiana var sköpuð af Oliviu Judson, líffræðingi og atferlisfræðingi. Hún svarar hverju dýrir fyrir sig, útskýrir t.d. að það er algerlega eðlilegt að karlbýflugur skilji betri partana sína eftir. Býflugur geyma sæði, og ef karlinn nær að frjóvga eina kvenflugu og "loka á eftir sér", þá getur hann feðrað heilt bú!
Svipað getur verið í gangi hjá Twiggy. Karlinn vill ekki losna af, til að vera viss um að hún hlaupi ekki til einhvers annars karls sem myndi þá feðra fleiri afkvæmi.
Í hverju kafla bókarinnar tekur ræðir hún þekkingu okkar á makavali, kynatferli, kynfærum og hjálpartækjum dýraríkisins. Hún skrifar stórkostlega léttan og aðgengilegan stíl, lýsingar hennar á bandormum sem kokgleypa karldýrin sín verða jafn notalegar og skemmtilegar og atlot Popppunktsmanna.
Að síðustu verð ég vitja höfrunganna aftur, hér er viðtal við Dr. Tatiana/Oliviu:
CURWOOD: What example in the animal world do you think humans can learn the most from?
DR. TATIANA: If you sort of say, "Well, what animal would it be most fun to be if sexual gratification were what you were after," I think Id go for the dolphin. The Atlantic bottlenose dolphin has been recorded trying to have sex with sharks, turtles, seals, eels, and even the occasional human. I think that dolphins will be my vote for the most sexually liberated organism.
Aðrir pistlar um skrif Oliviu Judson:
Vongott skrímsli - skrímsli á von
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ég er með eina spurningu til Dr. Tatiönu;
Þannig er að ég er hrygna af ljósberaætt, og þegar ég loks komst á gelgjuna þá hitti ég þennan gæja fyrir tilviljun.
Nú er hann gjörsamlega búínn að líma sig á mig. Það er eins og hann sjúgi úr mér alla næringu!
Hvað á ég að gera?
Jóhann (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 01:33
Jóhanna blóðsogna
Getur verið að gæinn sé ekki af sömu tegund og þú, að hann sé blóðsuga?
Prufaðu að slökkva í sígarettu á höfði hans og sjáðu hvað gerist. Ef hann virkilega elskar þig (eða langar að eignast börn með þér) þá mun hann líklega sætta sig við heilmargt. Ef ekki, þá finnur hann sér aðra hrygnu til að líma sig á.
Arnar Pálsson, 29.5.2011 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.