31.5.2011 | 10:30
Nóbelsverðlaun í líffræði
Reyndar eru ekki veitt nóbelsverðlaun í líffræði, einungis skyldum greinum eins og efnafræði og læknisfræði. Þegar litið er yfir Nóbelsverðlauna listann sést samt að fjölmargir líffræðingar hafa hlotið verðlaun, fyrir grunnrannsóknir á þroskun, RNA, litningaendum og veirum.
Heilbrigðisvísindasvið HÍ bauð tveimur nóbelsverðlaunhöfum í heimsókn í tilefni afmælis HÍ. Fyrir nokkru hélt Elizabeth Blackburn fyrirlestur um litningaenda og á morgun (1. júní 2011, kl 14.00) mun Francoise Barre-Sinoussi halda fyrirlestur um alnæmisveiruna (HIV). Tveir t.t.l. nýkrýndir nóbelsverðlaunahafar í læknisfræði, tveir frammúrskarandi líffræðingar, tvær konur sem eru góðar fyrirmyndir stúlkum með áhuga á vísindum og tækni.
Vegna anna við umsóknaskrif (umsóknarfrestur í Rannsóknasjóð Íslands er á morgun) get ég ekki gert Barre-Sinoussi almennileg skil. Því vísa ég ykkur á umfjöllun á vef HÍ (í tilefni aldarafmælis skólans). Þar segir meðal annars:
Rannsóknir próf. Barré-Sinoussi skiptu sköpum við uppgötvun HIV-veirunnar og þeirrar staðreyndar að veiran veldur alnæmi. Hún hóf veirurannsóknir sínar árið 1970 og 13 árum síðar greindi hún og samstarfsfólk hennar frá uppgötvun þeirra á veirunni sem síðar hlaut nafnið HIV. Fyrir þessa uppgötvun hlaut dr. Barré-Sinoussi Nóbelsverðlaunin í líf- og læknavísindum árið 2008 ásamt samstarfsmanni sínum, próf. Luc Montagnier.
Dr. Barré-Sinoussi stjórnar rannsóknarstofu í veirufræði, Unité des Régulations des infections rétrovirales, við Pasteur-stofnunina í París. Rannsóknarteymi stofnunarinnar leggur áherslu á að finna vörn gegn HIV-smiti og að leita lækninga við sjúkdómnum. Hún hefur unnið markvisst að því að efla samskipti á milli þeirra sem rannsaka HIV og alnæmi á alþjóðavettvangi, stuðlað að aðgerðum í þágu heilsu í þróunarlöndunum og lagt mikið af mörkum til að auka þekkingu á HIV-veirunni og alnæmi í Afríku og Asíu, m.a. í gegnum alþjóðlegt net Pasteur-stofnunarinnar og í samvinnu við Stofnun rannsókna á alnæmi í Asíu, Agence nationale de recherche sur le sida (ANRS).
Auk Barre-Sinoussi munu Halldór Þormar fjalla um Björn Sigurðsson og fyrstu ár Rannsóknastöðvarinnar á Keldum og Valgerður Andrésdóttir um rannsóknir á mæði-visnuveirunni (sem er veira af sömu grunngerð og HIV). Halldór gaf nýlega út bók um Fituefni og ilmolíur sem vopn gegn sýklum.
Tengdir pistlar:
Nóbelsverðlaun í veirufræði
Nóbelsverðlaun fyrir að útskýra endurnýjun litningaenda
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.