Leita í fréttum mbl.is

Gerill er ekki veira

Kólígerillinn, Eschericia coli, er baktería en ekki veira. MBL hefur annað hvort rangt eftir Daniel Bahr heilbrigðisráðherra Þýskalands:

Við getum ekki staðfest að veiran sé á undanhaldi en eftir greiningu á nýjustu gögnum höfum við ástæðu til að vera vongóð.

Eða þorir ekki fyrir sitt litla líf að leiðrétta þennan volduga mann.

Bakteríur eru dreifkjörnungar, þ.e. erfðaefni þeirra er ekki í sérstökum kjarna eins og í heilkjörnungum (t.d. sveppum, dýrum og plöntum). Þær eru almennt smærri en heilkjarnafrumur, og eru flestar á stærðarbilinu 0,2 til 2.0 mícrómetrar (2 mícrometrar eru 2/þúsundustu úr millimetra).

Bakteríur eru það litlar að hundrað þúsund stykki rúmast í einum punkti, eins og þeim sem botnar þessa setningu.

Veirur eru mun smærri en bakteríur, og geta ekki fjölgað sér sjálfstætt. Þær verða að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær hernema frumur og þræla þeim út, sér til hagsbóta.

Sjá t.d. svar Evu Benediktsdóttur á vísindavefnum: Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?

Veirur eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur, raunar eru menn ekki sammála um hvort beri að kalla þær lífverur: Oft er talað um veirur sem "sýkjandi agnir", og frekar sagt að þær séu "virkar" og "óvirkar" heldur en "lifandi" og "dauðar". 


mbl.is Kólígerill á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég skil ekki veirur.

Hverjum datt þær eiginlega í hug?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.6.2011 kl. 02:38

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Uppruni veira er um margt á huldu.

Sumir settu fram þá tilgátu að þær séu með elstu lífsformunum, en aðrir halda að þær séu seinni tíma fyrirbrigði.

Í hermilíkönum, þar sem búnar eru til tölvulífverur (sem geta stökkbreyst, eftirmyndað sig og getið afkvæmi), þá þróast alltaf til einhverjir svindlarar. Mjög einföld form, sem geta ekkert sjálfar en þurfa hluta af öðrum tölvulífverum til að fjölga sér. Þær eru eiginlegar tölvuveirur, sem eru afleiðing náttúrulegs vals og þróunar (í þessari einföldu veröld sem hermilíkanið er).

Mér þykir líklegast að veirur séu eðlilegt aukaafurð lífsins og þróunar, rétt eins og afrán, sníkjulífi, samlífi og samhjálp.

Arnar Pálsson, 10.6.2011 kl. 11:08

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En til að eitthvað fjölgi sér, (jafnvel þó það geti það ekki nema með hjálp hýsilsins)  þarf þá ekki einhverskonar lífsvilja. Hefur veira það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.6.2011 kl. 16:36

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Gunnar

Ég veit ekki alveg hvað þú átt við með lífsvilja.

Áttu við meðvitaða löngun til þess að lifa og geta afkvæmi?

Ef svo er þá held ég að lífverur þurfi ekki lífsvilja til að lifa. Við getum spurt,

hefur þorskurinn lífsvilja?

Hefur bakterían lífsvilja?

Hvernig skilgreinir þú annars lífsvilja?

Það sem stuðar suma nemendur okkar í HÍ er að lífverur þurfa ekki tilgang til að vera til. Þeir einstaklingar sem lifa vel og geta af sér afkvæmi, leggja eitthva til næstu kynslóðar og mögulega fleiri afkomenda. Þeir einstaklingar sem eru vanhæfir í lífsbaráttunni eða geldir, munu ekki geta afkomendur. Þetta veltur allt á byggingu og starfsemi lífveranna, ekki vilja þeirra. 

Arnar Pálsson, 10.6.2011 kl. 17:01

5 Smámynd: Vendetta

Sæll, Arnar. 

Ég veit, að þetta er ekki tengt þessari færslu, en gætirðu kíkt á þennan link, sem er um ákveðin peptíð sem bæla krabbameinsæxli? Peptíð sem sumir hafa í líkamanum, en aðrir ekki. Vimeo-myndskeiðið er því miður bara opið í 3 daga.

Það væri mikilvægt að fá þitt álit á því sem fjallað er um, þar eð genetík og dna kemur inn í þetta. Ég set fyrirspurnina fram hér í staðinn fyrir sem skilaboð til að aðrir geti líka séð þetta.

Vendetta, 11.6.2011 kl. 15:16

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Vendetta

Ég er hvorki sérfræðingur í krabbameinslækningum né einkaleyfarétti. Einnig skortir mig þekkingu á þessari atburðarás, sem vísað er til í greininni, og get því ekki staðfest að rétt sé með farið.

Ég fletti upp þessu efni antineoplastons á pubmed.org og webofscience. Læknirinn sem um ræðir er enn að birta greinar og ráðstefnuágrip um þessi efni og hæla þeim. Hins vegar las ég í samantekt frá 2005 að líklega væri búið að afsanna notagildi þessara efna:

Oncology has always coexisted with therapies offered outside of conventional cancer treatment centers and based on theories not found in biomedicine. These alternative cancer cures have often been described as "unproven," suggesting that appropriate clinical trials have not been conducted and that the therapeutic value of the treatment is unknown. Contrary to much popular and scientific writing, many alternative cancer treatments have been investigated in good quality clinical trials, and they have been shown to be ineffective. In this article, clinical trial data on a number of alternative cancer cures including Livingston-Wheeler, Di Bella Multitherapy, antineoplastons, vitamin C, hydrazine sulfate, Laetrile, and psychotherapy are reviewed. The label "unproven" is inappropriate for such therapies; it is time to assert that many alternative cancer therapies have been "disproven."
Alternative cancer cures: "unproven" or "disproven"?
Vickers A.CA Cancer J Clin. 2004 Mar-Apr;54(2):110-8.

Annars finnst mér uppsetningin á þessari síðu - Dr. mercola frekar grunsamleg. Hér sé ég sjálskipaðan næringarpostula sem predikar m.a. tortryggni á hefðbundnum lækningum sér til hagsbóta.

Arnar Pálsson, 13.6.2011 kl. 10:33

7 Smámynd: Vendetta

Já, það getur verið, að Dr. Mercola er háður þeim sem auglýsa á síðum hans. Hins vegar kemur líka margt fram í þeim greinum sem hann skrifar, sem er áhugavert. Og myndskeiðið með vitnisburði föður stulkunnar sem dó af sjálfri geislameðferðinni, er alla vega ekki falsað. Eitt er víst, að ef ég fær krabbamein í heila, þá vil ég ekki fara gegnum það helvíti sem geislameðferð og kemo skapar. Það kom fram, að skv. tölfræði þá læknast aðeins 9% af krabbameinssjúklingum í USA, sem fá þannig meðferð. Níu prósent er glæpsamlega lág prósenta.

Vegna þess að ég er tortryggnasti maður sem ég þekki og trúi þess vegna engu sem ekki hefur verið sýnt fram á, þá er ég sífellt að leita að nýjum lækningaaðferðum, sem gætu snert mig eða mína nánustu. Kemo is not an option. 

Ég hef aldrei heyrt neitt jákvætt um hefðbundna meðferð á krabbameini. Einnig verður hver og einn að trúa mátulega staðhæfingum aðila, sem hlut eiga að máli. Það er ekkert leyndarmál, að hefðbundnar lækningar, hvort sem þær virka eða ekki, eru milljón dollara iðnaður og lítið að marka staðhæfingar þeirra sem hafa af því lifibrauð um óhefðbundnar lækningar. Þetta á sérstakleg við um krabbameinsmeðferðir, enda virkar geislameðferð og kemo mjög illa, en hefur aftur á móti mjög miklar þjáningar fyrir sjúklinginn.

Einnig á að taka staðhæfingum varðandi fyrirbyggingu eða lækninga sjúkdóma með óhefðbundnum aðferðum með varkárni og ekki að reiða sig á neitt. Hins vegar er inntaka af vissum náttúrulegum efnum og jurtaextrakt mikið algengari út um allan heim en fólk heldur. T.d. tekur tengdmóðir mín reglulega efnið curcumin (efni sem finnst í turmeric) auk D-vítamíns. Svo margir af kvenlegum ættingjum hennar hafa dáið af krabbameini, en hún er enn á lífi og heilbrigð. Ef ég fengi staðfest hundrað þúsund þannig tilfelli, þá myndi ég frekar taka þannig fyrirbyggingu trúanlegt en trúa á að ég yrði einn af þessum 9% sem lifði af geisla- og kemomeðferð. Hins vegar trúi ég heldur ekki á staðhæfingum um lækningamátt sérstakrar fæðu, nema að það sé byggt á líffræðilegum rannsóknum.

En ég vil frekar byggja mínar skoðanir á reynslu annarra en að trúa blint á einhvern, þótt hann hafi læknagráðu eða vinni á spítala. Læknar og sérfræðingar í opinbera kerfinu eru ekki alvitrir hvað varðar lækningar og því síður orsakir og eru í eðli hlutanna alls ekki hlutlausir aðilar. Því ber ekki að gleyma, að mörg lyf nútímans eru þróuð út frá ákveðnum efnum í ákveðnum jutum sem hafa verið notaðar gegnum aldir. Á sama tíma og lyfjaframleiðendur fordæma jurtalækningar.

En þakka þér fyrir að svara þessu, ég læt þetta duga. 

Vendetta, 13.6.2011 kl. 14:27

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Vendetta

Takk fyrir ágæta hugleiðingu. Við stöndum öll frammi fyrir svakalegu vandamáli. HVERJU GETUM VIÐ TREYST?

Ég mæli ekki með því að treysta kalli í hvítum sloppi, af því að hann er í hvítum sloppi og með læknapróf. Ég myndi frekar treysta á niðurstöður stórra og vandaðra rannsókna, en rannsókna á litlum hópi eða frásögnum einstaklinga. Ég myndi vantreysta niðurstöðum þeirra sem hafa beina hagsmuni af sölu lyfs, meðferð, pillu, heilsudagbók eða líkamsræktartækis (sbr. Dr. Mercola).

Dr. Mercola segir á vefsíðu sinni:

Mercola.com is not, in other words, a tool to get me a bigger house and car, or to run for Senate. I fund this site, and therefore, am not handcuffed to any advertisers, silent partners or corporate parents.

When I offer or recommend products, I do so because I have actively researched them and find they are the best in that category for your health. I ignore substandard products, and products not directly pertinent to your health, regardless of any potential financial upside.

Profit generated from the sale of the products I recommend goes right back into maintaining and building a better site. A site that, startling as it may be with all the greed-motivated hype out there in health care land, is truly for you.

Sem er dálítið fyndið miðað við það sem Stephen Barrett birtir á Quackwatch:

I don't doubt Mercola's sincerity—and I know nothing about how he allocates his income. But I recently made some interesting observations. The word "Mercola" on the labels of his "Dr. Mercola Premium Supplements" is service-marked. Records at the U.S. Patent and Trademark Office say that he began using the mark in commerce in 2000, applied to register it in 2009, and was granted registration in 2010. The registration address is for his home in South Barrington, Illinois, which the BlockShopper Chicago Web site states has 5,083 square feet and was purchased by Mercola in 2006 for $2 million. The Bing Maps aerial view indicates that it is quite luxurious.   [sjá mynd í tengli]

FDA Orders Dr. Joseph Mercola to Stop Illegal Claims Stephen Barrett, M.D.

Krabbameinslækningar eru ónákvæm vísindi. Hlutfall þeirra sem lifa af er ennþá of lágt, og meðferðirnar eru frekar grófar. Efnameðferð gegn krabbameini hefur áhrif til hins betra, en þau eru samt ekki nógu sterk.

Acta Oncol. 2010;49(1):3-12. A systematic review and meta-analysis of immunochemotherapy with rituximab for B-cell non-Hodgkin's lymphoma. Gao G, Liang X, Jiang J, Zhou X, Huang R, Chu Z, Zhan Q.
Results: Twelve eligible trials were identified, reporting outcomes of 4996 patients. Fixed-effects analysis showed overall survival to be superior for R-chemo-treated patients (relative risks [RR], 1.09; 95%confidence interval [CI], 1.06-1.12, p <0.00001). Superiority was also observed for the patients receiving R-chemo with respect to overall response (RR, 1.17; 95%CI, 1.10-1.25, p <0.00001), complete response (RR, 1.52; 95%CI, 1.27-1.82, p <0.00001), and disease control (RR, 1.36; 95%CI, 1.26-1.46, p <0.00001). R-chemo improved overall survival, overall response and disease control in patients with diffuse large B-cell lymphoma (RR, 1.11, 95%CI: 1.06-1.16, p 0.0001; RR, 1.09, 95%CI: 1.01-1.19, p = 0.03 and RR, 2.00, 95%CI: 1.59-2.53, p <0.00001, respectively) and follicular lymphoma (RR, 1.08, 95%CI: 1.04-1.12, p <0.0001; RR, 1.19, 95%CI: 1.07-1.33, p = 0.001 and RR, 2.58, 95%CI: 1.61-4.12, p 0.0001, respectively). Meanwhile, R-chemo improved overall response in patients with mantle cell lymphoma (RR, 1.22, 95%CI: 1.07-1.40, p = 0.004).

Ef RR er jafnt og 1.0 (eða tölfræðilega ekki marktækt frábrugðið 1.0), þá hefur meðhöndlunin engin áhrif. Ef RR er marktækt minna en 1.0, þá hefur hún neikvæð áhrif, og ef hún er marktækt hærri en 1.0 þá eykur hún lífslíkur/horfur....

Arnar Pálsson, 14.6.2011 kl. 15:10

9 identicon

Ég er ekki sérfræðingur í krabbameinslækningum og geri mér fullkomlega grein fyrir því að þau tól og aðferðir sem nú eru notuð eru langt frá því að vera fullkomin. Enga að síður þá hafa annsi miklar framfarir á þessu sviði átt sér stað síðast liðinn 50ár, t.d. ef maður skoðar hvítblæði þar sem lífslíkur hafa rokið upp úr 14% 1960 í yfir 80% í dag með því að beita "hefðbundnum vísindaaðferðum". Þetta hefur gert hvítblæði barna eitt læknalegasta krabbamein í dag.

Nú hef ég ekki enn horft á þessa heimilda mynd en það sem ég hef lesið, hja öðrum sceptics síðum, um þennan Dr. Mercola þá efast ég annsi mikið.

Gott er að muna að þó það hafi verið hlegið að snillingum þíðir ekki að allir sem hlegið sé að séu snillingar.

Haukur Guðnason (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 10:04

10 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir gott innlegg Haukur og upplýsandi tölur.

Arnar Pálsson, 15.6.2011 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband