21.6.2011 | 12:32
Furðuleg vinnubrögð WHO
Þessi stúdía sem um ræðir er ekki aðgengileg, því er næstum ómögulegt að meta hvað liggur að baki niðurstöðunum.
Besta úttekt sem ég hef séð á þessu var gerð af Ben Goldacre (Bad Science: Are mobiles a health risk? There's no answer yet).
First, transparency: science isn't about authoritative utterances from men in white coats, it's about showing your working. What does this report say? How do they reason around contradictory data? Nobody can answer those questions, because the report isn't available. Nobody you see writing confidently about it has read it. There is only a press release. Nobody at IARC even replied to my emails requesting more information.
en SIDDHARTHA MUKHERJEE ræddi einnig mat á áhættuþáttum krabbameina í víðara samhengi í grein í NYTIMES magazine í vor (Do Cellphones Cause Brain Cancer?)
It is possible, of course, that even these sophisticated experiments will be unable to determine the risk. The lag time of cancer development with phone use may be 50 or 70 years and cellphones have been around for only three decades or so. Yet even a slow-lagging cancer is unlikely to arise at a single point in time after exposure. Like most biological phenomena, cancer risk typically rides a statistical curve, with some patients developing cancer early, others peaking in the middle and yet others trailing off decades later. Thus far, no such statistical curve has been evident for brain cancer.
Farsímar ekkert hættulegir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
WHO er sennilega stór stofnun og þar kennir ýmissra grasa, misvandaðra.
Árni Davíðsson, 21.6.2011 kl. 13:34
Einmitt Árni.
Misvönduð grös, hljómar dálítið eins og titill bókar um brjálaða grasafræðinga?
Arnar Pálsson, 21.6.2011 kl. 14:21
Vildi bara þakka fyrir málefnaleg svör og umræðu og fyrir að gefa þér tíma í að ræða þessa grein mína um krabbameinslækningar.Ég var of seinn að svara áður en svartíminn rann út.
Við getum vafalaust hvorugir gefið endanleg svör. Þetta tiltekna mál byggir jú á case studies, sem er næsti bær við anectodal evidence, en ég skil samt ekki af hverju vísindaheimurinn getur ekki tekið það upp á sitt einsdæmi að skera úr um þetta. Í það minnsta sýna þessu smá forvitni. Það sem ég undrast mest í þessu tilfelli er tilfinning um einhverskonar vísindalegan totalianisma, sem ég hélt að heyrði til miðöldum.
Það væri allavega vert að henda í eina ráðstefnu sem ræddi það hvort fjárhagslegir hagsmunir stæðu vísindum fyrir þrifum. Ekki blankheit, heldur græðgi? Eru aukin völd fárra og miðstýring að kooma í veg fyrir eðlilega framþróun? Ég hef grun um að svo sé og tel mig ekki vera að ofbeita hugarfluginu til þess.
Ágæt tilvitnun í Ioannidis, sem raunar er faraldsfræðingur og þekktur af því að skrifa controversial greinar um vísindi almennt og halda fyrirlestra.
Vildi benda þér á þetta myndband, sem ræðir eina grein hans, sem er svo dæmigerð fyrir nettan sensationalisma hans til að ná eyrum fólks.
Þessi youtuberás (concordance) er annars með þeim vandaðri um þessi mál á youtube og hrekur fjöldan allan af bábyljum á vandaðan og málefnalegan hátt.
Ég hef hvergi fundið slíkt um það málefni, sem við ræddum. Þar er æpandi þögn um allt internet.
It´s a mystery.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 04:46
totalitarianisma átti að standa þarna.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 04:47
Þetta mál, sem þú drepur á hér, lyktar langar leiðir af hagsmunum. Slæm áhrif af langvinnri tölvunotkun er vel þekkt og rannsökuð og mörg mein tengd því. Menn þurfa ekki að rannsaka þetta í 70 ár til að komast að niðurstöðu. Hvað halda menn að vísindin séu? Reikna menn áhættuna á því að loftsteinar hæfi jörðina með að sitja í 1000 ár við gluggann og telja?
Þetta er í meira lagi rotið. Ég get lofað þér því að ef menn uppgötva skyndilega einfaldari og hættuminni leið til þessara samskipta, þá verða hætturnar blásnar út úr öllu korti til að auka söluna á nýja gadgetinu.
Ég hef séð svipaða conflikta út af rannsóknum á örbylgjuofnum. Menn hafa hreinlega verið settir út af sakramentinu fyrir að koma með "rangar" niðurstöður.
Í óbeinum tengslum...Ég veit ekki hvort ég er að verða vænisjúkur, en mér finnst með tímanum internetið vera orðið ansi selektívt og á erfitt með að finna margar greinar um heit málefni, sem voru aðgengilegar fyrir ekki svo löngu síðan. Er netið virkilega ritskoðað?
Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 05:03
Eitt langar mig að spyrja þig um hvort þú þekkir. Það varðar ekki krabbameinslækningar, eftir því sem ég best veit, en hefur meðal annars að sögn verið árangursríkt í meðferð fólks eftir heilabloðfall og einnig við einhverfu. Þetta er Hyberbanic Oxigen therapy.
Ég hef aldrei heyrt á þetta minnst hér á landi né í tengslum við þessa kvilla. Eiginkona föður míns fékk heilablóðfall fyrir 2 árum og er ekki að ná sér af því nema síður sé. Þetta er afar erfitt fyrir gamla manninn og ég hef verið að leitasvara.
Telur þú þetta vera eitthvað, sem gæti hjálpað eða veistu hvort svona þrýstiklefar eru til hérna?
Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 05:59
Ég er gríðarlega forvitinn um það hvernig nákvæmlega farsímar ættu að geta aukið hættuna á krabbameini.
Eru ekki ljósaperur, sem framleiðandi rafsegulbylgja á mun hærri tíðni, líklegri kandídat ef eitthvað er? Væri hættan, ef hún er fyrir hendi, þá bara sprottin af meiri nálægð við höfuðið?
Páll Jónsson, 9.7.2011 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.