17.8.2011 | 10:33
Bless bananar
Bananarækt byggir á einræktuðum (klónuðum) afbrigðum af ættinni Musa. Mörg afbrigði eru þekkt en Cavendish er leiðandi afbrigði (45% ræktaðra banana) og er ræktuð á stórum svæðum (monoculture).
Cavendish náði útbreiðslu þegar sveppasýking gerði útaf við Gros Michels afbrigðið fyrir nokkrum áratugum. Nú kemur í ljós að sveppirnir sem afgreiddu Gros Michels hafa þróast, og nú hefur fundist afbrigði sem Cavendish getur ekki varist.
Mögulegt er að þetta sýkjandi afbrigði sveppsins muni útrýma Cavendish, með tilheyrandi bananaskorti og verðhækkun. Þetta er samt ekki víst, klassískar sóttvarnir og einangrun sýktra svæða geta haldið aftur að sveppasýkingunni.
Þetta undirstrikar mikilvægi fjölbreytni í ræktun, þess að leggja ekki of mikla áherslu á fá afbrigði og að þróa stöðugt nýja stofna með markvissri ræktun (með öllum tæknilegum ráðum).
Ítarefni:
Fruits of Warm Climates Julia F. Morton
The Beginning of the End for Bananas? The scientist By Dan Koeppel | July 22, 2011 (gæti þarfnast skráningar)
Bananar hafa hækkað um 162% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
162% Hafa bananar hækkað. Einu sinni var nokkuð sem hét VERÐLAGSSTOFNUN. Mér vitanlega hefur hún aldrei gert neitt nema haft umsjón með að olíufélögin hækkuðu svipað verð á sama tíma. Hef ég óljósan grun um að einhver hélt utan um heila batteríið, einhver sem naut góðs. Nóg um það. Núna heitir þessi stofnun sjálfsagt eitthvað annað og Neytendastofnunin líka eitthvað annað, því ég sé aldrei staf um það að einhver reyni að sporna við hækkunum. Fólkið verður að hætta að borða banana einhvern tíma svo að byrgðirnar verði ónýtar það þarf ekki nema 4-5 daga. Þá kannske sjá kaupmenn að sér því þetta eru þeirra gjörðir. Gengið hefur verið rólegt á krónunni undanfarið, svo ekki getum við kennt því um. Íslendingar, standið í lappirnar og sýnið að þið getið hafið rétt sem neytendur....
Jóhanna (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 12:28
Ekki er það nú alveg víst að það séu kaupmenn sem standi fyrir allri hækkun að öðru leyti en því að hækka í samræmi við byrgja. Minnug þess að þegar vsk lækkaði úr 14% í 7% þá átti það að koma fólki til góða, en það voru bara örfáar vörur sem var hægt að lækka vegna þess að birgjar hækkuðu sínar vörur og báru við hækkun á innflutningi. Ekki man ég heldur til þess að ég hafi heyrt í neinu verðlagseftirliti þá.
Sandy, 17.8.2011 kl. 13:15
Þarf ekki Gylfi Arnbjörnsson og ASÍ liðið að stíga fram núna og leggja blátt bann við því að íslenskur almenningur kaupi sér banana í Bónus.
Óli (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 13:18
ríkisstjórnin þarf þá að finna sér eitthvað ódýrara til að stinga í eyrun...
Hrúturinn (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 13:42
Hvar eru neytendasamtökin núna, eru þau kannski bara til þegar landbúnaðarafurðir hækka?
Bibbi (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 20:56
Skemmtileg grein. Tek undir orð Óla og Bibbiar, þetta voru nú meiri lætin í Gylfa karlinum hjá ASÍ þegar bændur hækkuðu viðmiðunarverðskrá lambakets um 25% nú í sumar að mig minnir. Meðalafurðaverðið innleggs síðasta haust var um 430-kr. á kíló og fer þá í um 540-kr. nú í haust.
Varðandi fjölbreytni þá heyrði ég einu sinni að 1925 hafi verið ræktuð 256 afbrygði af eplum í Californiu til sölu, nú séu afbrigði í almennri ræktun hinsvegar aðeins 3. Sennilegast er nú sagan svolítið ýkt, gaman væri samt að vita hve mikið er til í henni.
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 01:27
Takk allir fyrir innleggin. Reyni að svara öllum.
Jóhanna
Það væri mjög gott að hafa stofnun sem veitir verslun og heildverslun aðhald. E.t.v. höfum við ekki staðið okkur almennilega sem kúnnar, að bera saman verð og fylgjast með. Það ætti nú að vera nógu einfalt á rafmagnsöldinni. E.t.v. er hér komin hugmynd fyrir hugsjónum-prýdda tölvunarfræðinga.
Sandy
Blaðamennirnir slá alltaf upp stærstu prósentutölunni, til að grípa athygli lesanda. Það kann að vera að raunhækkunin sé ekki svona mikil, en það er víst að um a.m.k. tugprósenta hækkun er að ræða.
Óli
Auðvitað eiga "fulltrúar" alþýðunar að beita sér jafnt gegn öllu óréttlæti og okri...og við að afsetja þá ef þeir draga taum einhverra!
Fyndinn hrútur
Ég held að laun alþingismanna og ráðherra séu svona há til að borga banana kostnaðinn.
Bíbí
Ég er hræddur um að neytendasamtökin séu annað hvort steinrunninn eða of vanmáttug - svar við athugasemd Óla á hér einnig við.
Takk Kristján
Erlendis er ræktuð fleiri afbrigði epla og annara nytjategunda, í Norður Karólínu gátum við valið um 15 gerðir á bændamarkaðnum, ræktuð á mismunandi ekrum (sem einnig skilaði sér í bragði!).
Því miður hefur verksmiðjuræktun/landbúnaður leitt til einsleitni, að hluta til vegna krafna neytenda um lágt verð og kauphéðna um stöðugleika í vöruframboði.
Sem þróunarfræðingur veit ég að breytileikinn er staðreynd og mikilvægt hráefni, bæði fyrir náttúrulega þróun og kynbótaval sem við höfum stundað um árþúsundir. Breytileikinn er kjarni málsins, og hann ættum við að varðveita.
Arnar Pálsson, 18.8.2011 kl. 11:00
Held að Neytendasamtökin ráðist helst á þá sem eru veikastir fyrir t.d. bændur en láta yfirleitt stórversunina í friði, kanski fá þeir styrki þaðan.
Svo eru sömu eigendur að fjölmiðlunum og stórversuninni og umræðunni stýrt þaðan.
Bibbi (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 11:22
Kristján
Viðmiðunarverð bændasamtakanna er ekki endilega það verð sem bændur fá. Þetta eru launakröfur svipað og þegar almennir launþegar t.d. hjá ASÍ gera kröfu um launahækkun. Það eru afurðastöðvarnar sem ákveða verðið.
Ég var að prófa gúggla verðið núna og ég held að það hafi hækkað um sirka 12%
Jóhannes (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.