26.8.2011 | 15:27
Er sjálfsofnæmi arfleifð frá Neanderdalsmönnum?
Neanderdalsmenn dóu út fyrir u.þ.b. 30000 árum, en nýlegar erfðafræðirannsóknir sýna að þeir hafa að öllum líkindum blandast við nútímamenn utan Afríku. Þegar litningabútar úr leifum útdauðra Neanderdalsmanna, og frænda þeirra Denisovamanna, eru bornir við erfðamengi núlifandi fólks sést mjög skýrt mynstur. Í Evrópu, mið-Asíu og austur-Asíu, finnast margir litningabútar sem eru eins eða næstum því eins og erfðaefni þessara útdauðu frænda okkar. Innan Afríku finnast engir slíkir litningabútar (sjá t.d. ítarlegri umfjöllun í Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?).
Næsta skref var að kanna hvaða áhrif ef einhver hafa þessi fornu gen á eiginleika nútímamannsins? Stofnerfðafræðin segir okkur að líklegast er að þessar útgáfur af genunum sem sum okkar erfðju hafi engin eða mjög lítil áhrif. Hins vegar er alltaf möguleiki að tilbrigði einhverra gena hafi áhrif, jafnvel til góðs.
Grein sem birtist á vef vísindatímaritsins Science í þessari viku, spyr einmitt þessarar spurningar
Þeir leiða einnig líkur að því að sumar samsæturnar hafi orðið algengar meðal forfeðra okkar, vegna þess að þær vörðu þá gegn sýklum. Sumar samsæturnar eins og t.d. HLA-B*73 urðu mjög algengar á ákveðnum svæðum, líklega vegna þess að þær vörðu fólk sem bjó þar gegn staðbundinni pest. Sjá mynd af vef Science.
Höfundarnir velta einnig upp forvitnilegum möguleika, sem ýjað er að í titli þessa pistils. Getur verið að gen frá Neanderdal hafi reynst vel fyrir 10000 árum, en illa nú? Hafa þessar samsætur, t.d. HLA-B*73 einhver neikvæð áhrif á arfbera? Slíkar erfðafræðilegar aukaverkanir eru alþekktar, og reyndar má sérstaklega búast við þeim þegar gen flakka á milli fjarskyldari hópa...eins og t.d. Homo sapiens og Homo neanderdals.
Því miður er ekki hægt að svara spurningunni til fullnustu, en það er sannarlega möguleiki á því að sjálfsofnæmi og aðrir sjúkdómar tengdir ónæmiskerfinu eigi rót í fornri kynblöndun forfeðra okkar og frænda frá Neanderdal. Af tæknilegum ástæðum læt ég staðar numið hér, en bendi þó á að tengsl sögu, þróunar og sjúkdóma geta verið all flókin (sjá t.d Það þarf erfðamengi til).
Heimildir og ítarefni:
The Guardian Ian Sample Thursday 25 August 2011 The downside of sex with Neanderthals
Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þetta eru spennandi pælingar. Veistu hvort útbreiðsla sjálfsofnæmissjúkdóma er misjöfn, þ.e. einn sjúkómur algengari á ákveðnum svæðum en öðrum?
Hólmfríður Pétursdóttir, 27.8.2011 kl. 22:29
Takk fyrir Hólmfríður.
Svarið við spurningunni er já:
Ágripið má lesa á Pubmed.
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/19969107
Arnar Pálsson, 29.8.2011 kl. 15:05
T1D er sykursýki af gerð eitt, sem er orsökuð í mörgum tilfellum af arfgengum göllum í genum ofnæmiskerfisins.
Arnar Pálsson, 29.8.2011 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.