Leita í fréttum mbl.is

Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, stofnun og málþing

Næstkomandi föstudag 16. september 2011 verður haldið upp á dag íslenskrar náttúru í fyrsta skipti. Af því tilefni tekur ný stofnun til starfa, líf og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, og haldið verður málþing um stöðu og mikilvægi íslenskrar náttúru.

Stofnunin og málþingið fara fram í stofu 132, í Öskju náttúrufræðihúsi HÍ, og eru allir velkomnir.

14:00-14:30

Formleg stofnun Líf- og umhverfisvísindastofnunar

Fundarstjóri prófessor Gísli Már Gíslason prófessor.

Ávörp:

  • Ráðherra umhverfis- og menntamála.
  • Rektor mun segja stofnunina formlega tekna til starfa.
  • Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
  • Forseti Líf- og umhverfisvísindadeildar.

14:30 – 16:30

Málþing.  Íslensk náttúra og gildi hennar.

Erindi:

  1. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor: Um verðmæti íslenskrar náttúru.
  2. Anna Dóra Sæþórsdóttir dósent:  Gildi náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist.
  3. Brynhildur Davíðsdóttir dósent:  Náttúra Íslands, hagsæld og lífsgæði.
  4. Formaður stjórnar segir frá hinni nýju stofnun og hlutverki hennar.
  5. Umræður.
Í kjölfarið verður veggspjaldasýning og tækifæri til að rabba.

Hin nýja stofnun verður vettvangur rannsókna starfsfólks við líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, sem inniheldur m.a. kennara í líffræði, ferðamálafræði og landfræði. Líffræðingarnir störfuðu undir merkjum líffræðistofnunar, einni af þessum litlu fjársveltu stofnunum sem virka aðallega sem regnhlífar utan um ákveðið starf en eiginleg umgjörð. Starfsfólk líffræðistofnunar gerði ágæta hluti, m.a. voru birt 75 rit í röðinni rit líffræðistofnunar (skýrslur og stakar rannsóknir), og einnig vann það að þjónusturannsóknum á lífríki landsins. Gamla vefsíða Líffræðistofnunar er enn aðgengileg - en er sannarlega komin til ára sinna. Viðbúið er að nú þurfi einhverjir sleðar að spinna vef fyrir Líf og umhverfisvísindadeild.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband