16.9.2011 | 13:07
Dagur íslenskrar náttúru
Er frábær hugmynd sem varð að veruleika. Það er ákaflega viðeigandi að ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hljóti ein umhverfisverðlaun fyrir starf sitt. Hann hefur sýnt borgarbúum og landsmönnum öllum fegurð öræfa og skóga, baráttu dýra og mann við náttúruöflin. Ég skora á alla að kíkja á vefsíðu Ragnars (www.rax.is).
Ég þorði ekki að kippa mynd af vef Ragnars, og set í staðinn mynd af mosa ofan af Esjunni eptir sjálfan mig.
Margt skemmtilegt stendur til í tilefni dagsins, meðal annars gönguferð á Þingvöllum og skoðunarferð um Esjuna. Hér í Háskóla Íslands verður haldið upp á daginn með þvi að vígja nýja stofnun, líf og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands.
Haldin verða 3 erindi um náttúru Íslands, og hefjast þau kl. 14.30 í stofu 132 í Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ (eftir að fyrirmenninn hafa lokið máli sínu).
Málþing. Íslensk náttúra og gildi hennar.
- Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor: Um verðmæti íslenskrar náttúru.
- Anna Dóra Sæþórsdóttir dósent: Gildi náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist.
- Brynhildur Davíðsdóttir dósent: Náttúra Íslands, hagsæld og lífsgæði.
Ragnar Axelsson hlýtur umhverfisverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.