19.9.2011 | 08:58
Erindi: Saga rauðgrenis og Charcot fyrirlestur
Í hádeginu í dag (19 september 2011) verður fluttur fyrirlestur um rauðgreni.
Thomas Källman, við Vist- og erfðafræðideild Uppsalaháskóla, heldur fyrirlestur mánudaginn 19. sept kl 12.30 í stofu 131 í Öskju.
Disentangling the roles of history and local selection in shaping clinal variation in allele frequency and gene expression in hotoperiodic genes in Norway spruce (Picea abies)
Síðdegis verður Charcot-fyrirlestur á sama stað. Hann er haldinn til að minnast þess þegar "Jean-Paptiste Charcot fórst með allri áhöfn sinni utan einum manni, alls fjörutíu mönnum, þann 16. september 1936 um borð í rannsóknaskipinu Pourquoi Pas?" Fyrirlesturinn er í samstarfi, Alliance Française í Reykjavík og Háskóla Íslands ("Í samvinnu við Jörund Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands og stjórnarforma[nn] rannsóknaseturs Suðurnesja í Sandgerði.") úr tilkynningu:
Fyrirlesarinn í ár er Jean-Christophe Victor, sem flytur erindi sem nefnist "Jean-Baptiste Charcot, Paul-Emile Victor og staða heimskautarannsókna nú á tímum".
Jean-Christophe Victor er sonur hins heimsþekkta mannfræðings og leiðangursstjóra Paul-Emile Victor, en Charcot var nokkurs konar lærifaðir hans á sínum tíma. Jean-Christophe Victor er með háskólapróf í mannfræði, hernaðartækni og kínversku. Hann var um skeið menningarfulltrúi Frakklands í Afghanistan og vann með Greiningar og spádeild franska utanríkisráðuneytisins (CAP). Hann er líka hugmyndasmiður og umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Hin hliðin á kortunum, en það er þáttur um þróun heimsmála sem sýndur er á fransk-þýsku sjónvarpsstöðinni ARTE. Hann hefur talsvert fengist við kennslu og fyrirlestrahald í Frakklandi og víða um heim. Auk þess hefur hann skrifað allmargar bækur um alþjóðasamskipti og er annar stjórnenda LEPAC, Miðstöð stjórnmálafræða og kortagreininga.
Undanfarin sautján ár hefur Jean-Christophe Victor fjallað um alþjóðastjórnmál í sjónvarpinu og gert almenningi kleift að átta sig á gangi mála, hvort sem það er á sviði stjórnmála eða efnahagsmála. Hér er slóð inn á vef þáttarins: http://www.arte.tv/fr/Comprendre-le-monde/le-dessous-des-cartes/392,CmC=396,view=maps.html
Þeir sem vilja fræðast frekar um Jean-Christophe Victor er hér slóð þar sem hann útskýrir hvernig hann fer að: http://dai.ly/biXprn
Fyrirlesturinn verður sem fyrr segir haldinn mánudaginn 19. september kl 17:00. Hann verður haldinn á frönsku og túlkaður á íslensku. Aðgangur er ókeypis.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 09:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.