Leita í fréttum mbl.is

Vísindavaka – stefnumót við vísindamenn 23. september 2011

Úr tilkynningu:

Vísindavaka 2011 verður haldin föstudaginn 23. september 2011 í Háskólabíói. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stendur fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Evrópusambandið styrkir verkefnið, en Vísindavaka verður haldin samtímis í fjölmörgum borgum Evrópu. Sjá evrópska heimasíðu verkefnisins. 

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.

Föstudaginn 23. september kl. 17:00-22:00 í Háskólabíói

http://www.rannis.is/visindavaka/visindavaka/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært.

Arnar M. (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 14:54

2 identicon

...er þessi kona að bulla, Arnar?:

http://silfuregils.eyjan.is/2011/09/26/vidtalid-vid-vandana-shiva/

Jóhann (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 17:35

3 identicon

Arnar, þekkir þú Monsanto? http://www.youtube.com/watch?v=YH4OwBYDQe8

Hildur Arna (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 18:29

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Jóhann og Hildur

Ég hef ekki kafað í málflutninginn hennar, en hún virðist blanda saman tækninni og fyrirtækinu. Það að vera reiður Monsanto fyrir erfðabreytt fræ er dáldið eins og að vera reiður British Petroleum af því að þeir nota bortækni.

Ég er ekki hrifinn af Monsanto eða taktík þeirra. Vandamálið er ekki tæknin heldur viðskiptamódelið. Ég er fylgjandi því að skorður verði settar á einkaleyfi og þær skorður sem kaupendur Monsantao fræja þurfa að gangast við.

Ég er fylgjandi fjölbreytileika, fræbönkum, ræktun (klassískri, erfðabreytingum, og nýrri erfðalykla stýrðri rætkun).

Það er mikilvægt að átta sig á því að einkaleyfi á fræjum komu áður en erfðatæknin. Að vissu leyti hafa þær ströngu reglur sem settar hafa verið um beitingu erfðatækni gert Monsanto auðveldara að ná einokunarstöðu á markaði. Sem er dálítið spaugilegt, áróður gegn erfðatækni hefur styrkt stöðu Monsanto.

Arnar Pálsson, 17.10.2011 kl. 15:59

5 identicon

Ósköp sem þú ert nú saklaus.

Og þið erfðafræðingarnir góðir í bortækninni.

Lestu nú þetta:

http://www.bbc.co.uk/news/health-15350723

Jóhann (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 19:44

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jóhann

Takk fyrir góðan rökstuðning og hressandi alhæfingar.

American Civil Liberties Union fékk því hnekkt fyrir hæstarétti bandaríkjanna að fyrirtæki gætu fengið einkaleyfi á stökkbreytingum í erfðaefni mannsins. Hins vegar eru ennþá í gildi einkaleyfi á erfðabreyttum plöntum og F1 og F2 afbrigðum af maís.

Spurningin er hvort að rökstuðningurinn sem beitt var af ACLU dugi til að hnekkja einkaleyfum á erfðabreyttum plöntum eða afbrigðum maísplantna.

Í úrskurði Evrópska dómstólsins var gerður greinarmunur á stofnfrumum og aðferðum. Um var að ræða úrskurð á aðferðunum sbr.

The European Court of Justice said in a statement: "The use of human embryos for therapeutic or diagnostic purposes which are applied to the human embryo and are useful to it is patentable.

"But their use for purposes of scientific research is not patentable."

En síðan kom athyglisverður rökstuðningur,

It added: "A process which involves removal of a stem cell from a human embryo at the blastocyst [early embryo] stage, entailing the destruction of that embryo, cannot be patented."

Nú veit ég ekki hvort hægt sé að fá einkaleyfi á aðferð til að fjarlægja hjarta úr þeim sem farast af slysförum. Mér virðist þetta vera nokkuð svipað.

Nota hjarta til að reyna að bjarga mannslífi, og að nota stofnfrumur úr glasafrjóvgunar-aukafóstri til að bjarga mannslífi.

Arnar Pálsson, 19.10.2011 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband