Leita í fréttum mbl.is

Maður og jörð í ríkissjónvarpinu

Maðurinn er ein stórkostlegasta tegund sem lifir á jörðinni. Menn búa um alla jörðina, í heitustu eyðimörkum, hæstu fjöllum og köldustu útnárum. Þessi tengsl eru viðfangsefni nýrra fræðsluþátta frá BBC sem byrja í kvöld í ríkissjónvarpinu. Þeir kallast maður og jörð og kynnir er leikarinn John Hurt.

http://www.bbc.co.uk/nature/humanplanetexplorer/

Fyrsti þátturinn fjallar um fólk sem lifir í nærveru hafsins.

Sýnt: mánudagur 17. okt. 2011 kl. 20.00.

Endursýnt: 23. okt. 2011 kl. 13.55

Af því að mannskepnan andar að sér lofti er hún illa til þess fallin að lifa í sjó en fólk hefur fundið leiðir til þess að lifa með sjónum og nýta sér auðlindir hans. Í þættinum sjáum við hákarlahvíslara á Kyrrahafi og brasilíska fiskimenn sem veiða röndunga með aðstoð höfrunga. Hrúðurkarlasafnarar í Galisíu tefla djarft á klettaströndum fyrir feng sem gefur þeim um 35 þúsund krónur á kílóið. Í Indónesíu veiða menn enn búrhvali með gamla laginu, á smábátum og með skutlum. Bajau-sæsígaunarnir á Súlúhafi eru svo mikið á sjó að þeir verða landveikir þegar þeir stíga á þurrt. Við köfum 40 metra niður í djúpin með Pa-aling-fiskimönnum sem anda í gegnum langar slöngur tengdar díselvél og veiða smáfiska í stór net. Og við sjáum brimreiðar í Pólýnesíu og fylgjumst með skutulveiðimanni sem kafar 20 metra niður á hafsbotninn án nokkurra hjálpartækja til að sækja sér í soðið.

Björk söng það er "allsekkert, allsekkert, allsekkert vit í mannlegri hegðun" ("There's definitely, definitely, definitely no logic to human behaviour"*) í fyrsta laginu á Debut. En við vitum að mannfólk hefur áorkað ýmsu, og slíkt er næstum ómögulegt ef hegðunin er algerlega röklaus. Mannfólk hefur fundið upp margar snjallar lausnir, til að gera sér lífið auðveldara og til að forðast áhrif náttúruaflanna.

Björk var spurð að því hvað hún ætti við með þessari setningu, af lesanda the Guardian sem kennir mannfræði. Svar hennar var:

... at the time I wrote it I was referring to my childhood and probably talking about how I felt more comfortable on my own walking outside singing and stuff than hanging out with humans ... I experienced harmony with kids, the mountains and the ocean surrounding Reykjavik and animals I guess but found grown ups rather chaotic and nonsensical. When I went into sixth form school I choose science, math and physics and thought psychology, anthropology, sociology and history and such was for sissies. A huge majority of Icelanders do the same thing. They call subjects in school about people "kjaftafog" which means nattersubjects. As I got older and became a grown up myself I have learned to appreciate nattersubjects and recently read many books for the first time about psychology and I guess my last album volta had a anthropology angle on it ... so I have learned a little about humans. Now I can keep up a conversation (still rubbish at small talk though) and through my experience probably understand them a little better ...

*Þýðingin er ekki orðrétt, en vonandi nær hún inntakinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband