Leita í fréttum mbl.is

Dauðar rósir rísa

Fyrir margt löngu ráku framhaldskólarnir á höfuðborgarsvæðinu útvarpstöð undir nafninu Útrás. Sem ungur tónlistaráhugamaður í MH fann ég mig knúinn til að leggja stöðinni lið, og við Doddi frændi byrjuðum með þáttinn Óskar undrakýr. Nokkru síðar smalaði Indriði H. Indriðason mér í hóp, ásamt Hjálmari G. Sigmarssyni og Friðjóni Friðsjónssyni. Þá fæddust neðanjarðargöngin, tónlistarþáttur um jaðartónlist og rokk ("independent and alternative"). Saga þáttarins verður vonandi rakinn við tækifæri, en þarna fengu við undanvillingarnir sem ekki fíluðu Kylie Minogue og Bryan Adams að spila Pixies, Smiths og Wedding Present. Við lásum ensku tónlistarblöðin (Sounds, NME og melody maker) í tætlur og keyptum skífur sem okkur leist á.

postcard-6x4-made-of-stone1-150x150Elephant stone með Manchesterbandinu Stone roses var eins slík smáskífa, sem ég keypti út á jákvæðan plötudóm í Sounds (held ég). Við spiluðum lagið oft í Neðanjarðargöngunum, sérstaklega eftir að Stone roses gáfu út árið 1989 samnefndan frumburð. Sú plata kveikti aldelis í bretanum, enda var um ferska blöndu rokk-, dans- og sól tónlistar að ræða. Laglínurnar vor einnig í fyrsta flokki og sjálfsálit hljómsveitarmeðlima í hæstu hæðum (skemmtileg tilbreyting frá óöruggum skóstarandi veggjalúsum sem földu sig bak við gítarinn sinn). Skífan var einstaklega heilsteypt, hefur verið kallaður besti frumburður allra tíma, og ekki skaðaði myndræni þátturinn. John Squire gítarleikar var liðtækur í mállingu, og sletti saman ágætis málverkum sem prýddu plötuumslögin (sjá myndir).

MSpikeIslandPoster-150x150Ungliðinn ég féll alveg kylliflatur og get auðveldlega sagt að bandið sé eitt af mínum 5 uppáhalds hljómsveitum (með House of love, Boo radleys, Suede og the Triffids*). Saga hljómsveitarinnar hefur verið rakin af mörgum pennum, ég mæli með pistli Edgars Stone Roses - bandið sem náði ekki að sigra heiminn upp á íslenskuna og ferilskrá þeirra á http://www.thestoneroses.co.uk/bio. Skemmst er frá að segja að hljómsveitin gaf bara út eina aðra hljóðversplötu og leystist upp árið 1996 eftir skelfilega lokatónleika á Reading (frændi minn var meðal áhorfenda og grét af sorg).

postcard-6x4-i-wanna-be-adored-150x150En altént hefur hljómsveitin gleypt lifnipillu og hyggur á hljómleika á næsta ári. Vissulega eru tilfinningarnar blendnar, hver vill ekki sjá uppáhaldshljómsveit æsku sinnar á sviði? Síðan kemur óttinn við að upplifunin muni granda góðum minningum. Þeir voru ásakaðir um græðgi, allar hljómsveitir sem rísa úr gröfinni eru ásakaðar um slíkt (en ekki þær sem þrást við!). En lína úr I wanna be adored ætti að svara þeirri fullyrðingu:

I don't have to sell my soul, he's already in me

Ég hef hlustað á lögin þeirra stanslaust í allan morgun (I am the  resurrection, Fools gold, Something burning, Breaking into heaven, Ten storey love song....) nostalgía er frábært fyrirbæri.

* Persónur Nick Hornby í High Fidelity skilgreindu líf sitt í topp 5 listum. Þeir voru alltaf að breyta listunum sínum, ég skipti t.d. Pixies út fyrir the Triffids í hádeginu.


mbl.is Rósirnar springa út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband