Leita í fréttum mbl.is

sá 77 milljarðasti í röðinni

Reiknivél BBC sem helguð eru hinum ófædda 7 milljarðasta jarðarbúanum er mjög skemmtilegt leiktæki. Sem afurð ársins 1970 komst ég að því að þá hefði mannkynið verið komið næstum hálfa leið í sjö milljarðana (reyndar skeikar hundrað þúsund manns á mati reiknivéla BBC og the Guardian)

Apparat BBC gaf mér einnig mat á þeim fjölda mannfólks sem hefur lifað frá upphafi tímans. Samkvæmt þeim er ég sá  77,877,246,857 í röðinni. Það þýðir að u.þ.b. 77 milljarðar manna fæddust á undan mér. Mér leikur forvitni á að vita hvernig þeir áætluðu þennan fjölda, og sérstaklega upphaf mannkyns.

Vísað er á síðu sameinuðu þjóðanna (http://www.unfpa.org/public/).

Mannfjöldi á jörðinni er reyndar orðin vandamál, við göngum á auðlindir jarðar, jarðnæði er af skornum skammti, vatn, matur og hráefni. Það er merkilegt hvað við náum að heillast af ómerkilegum viðburðum (hjónaböndum, skilnuðum, brjóstastækkunum, drykkjuferðum einhverra persóna úti í heimi sem einhverjir fjölmiðlasnápar ákveða að við höfum áhuga á) á meðan brýn úrlausnar efni fá hvorki athygli né umfjöllun.

Ég held að myndræn framsetning staðreynda sé ein mikilvægasta leiðin til að við áttum okkur á grafalvarlegri stöðu mála.

T.d. framsetning DATAmarket á atvinnuleysi í BNA og myndir the guardian um mannfjölda eftir löndum.


mbl.is 7 milljarðar jarðarbúa - hvar ertu í röðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég er númer aðeins yfir 3,9 milljarða, þannig að það hefur bæst aðeins í hópinn á þessum árum síðan við fæddumst Arnar.

Það kemur fram í eftirfarandi skjali (pdf) að heildarfjöldi allra fæddra einstaklinga á jörðinni sé 106 milljarðar (http://www.prb.org/pdf/PT_novdec02.pdf). Veit svo sem ekki hvort það er rétt tala - en hún er m.a. nefnd á Wikipedia - sjá hér, http://en.wikipedia.org/wiki/World_population þar sem eftirfarandi kemur fram.

An estimate of the total number of people who have ever lived was prepared by Carl Haub of the Population Reference Bureau in 1995, and subsequently updated in 2002; the updated figure totalled approximately 106 billion.

En, hvort sem það eru 77 milljarðar eða 106 milljarðar í allt, þá erum við væntanlega að reyna á þolrifa plánetunar í dag með öllum þessum fólksfjölda sem er til staðar núna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.10.2011 kl. 14:50

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Ég var bara forvitinn hvaða ár þeir skilgreina sem upphaf mannkyns,

og hver er skekkjan í mati á fjölda einstaklinga í gamla daga.

Arnar Pálsson, 27.10.2011 kl. 15:23

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mig grunar að það geti verið villa hjá BBC (veit það þó ekki), en þeir vísa í þessa grein (http://www.prb.org/Articles/2002/HowManyPeopleHaveEverLivedonEarth.aspx) varðandi mannfjöldann og þar kemur fyrir talan 108 milljarðar... En þetta er náttúrulega að einhverjum hluta ágiskanir. Við erum samkvæmt þessu um 6,5% af heildinni sem erum á lífi í dag - sem er ansi hátt hlutfall að mínu mati.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.10.2011 kl. 15:51

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sá samantekt um fólksfjölgunarferlið í einverri bók, þar sem sýnt var að fyrsti milljarðurinn hafi orðið til fyrir um 150 árum. frá 1000 hékk hann í hálfum milljarði fram að iðnbyltingu. um meintan kristsburð voru hér á bilinu 250- 300 milljónir eða svipað mikið og Íbúar USA í dag.

Margfeldið eykst hratt t.d. varð annar milljarðurinn til rétt eftir aldamótin 18-1900 eða fyrir um 80-90 árum.

Ég hugga mig við að þetta margfeldi er ekki hægt að reikna í framtíðina með undanfarinn vöxt að máli.  Við eigum eftir að ná kannski 10 milljörðum og svo dóla þar í kring. Móðir jörð sér fyrir því að setja þessu skorður.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 16:14

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Svatli fyrir að auka á leti mína

Þeir segja

Fixing a time when the human race actually came into existence is not a straightforward matter. Various ancestors of Homo sapiens seem to have appeared at least as early as 700,000 B.C. Hominids walked the Earth as early as several million years ago. According to the United Nations Determinants and Consequences of Population Trends, modern Homo sapiens may have appeared about 50,000 B.C. This long period of 50,000 years holds the key to the question of how many people have ever been born.

Talan 50.000 er samt gildishlaðin, því margir hópar mannfólks aðskildust fyrir þann tíma. Útrásin úr Afríku var líklega fyrir um 100.000 árum. Talan sjálf hefur samt ekki mikil áhrif á mat á fjöldann, því forfeður okkar voru fjarska fáliðaðir. Sbr. klausur á síðu Population Reference Bureau.

This semi-scientific approach yields an estimate of about 108 billion births since the dawn of the human race. Clearly, the period 8000 B.C. to 1 A.D. is key to the magnitude of our number, but, unfortunately, little is known about that era. Some readers may disagree with some aspects—or perhaps nearly all aspects—of the table, but at least it offers one approach to this elusive issue. If we were to make any guess at all, it might be that our method underestimates the number of births to some degree. The assumption of constant population growth in the earlier period may underestimate the average population size at the time. And, of course, pushing the date of humanity's arrival on the planet before 50,000 B.C. would also raise the number, although perhaps not by terribly much.

Jón Steinar

Ég man eftir að hafa séð svona stærðir, en er svo mikill svartsýnispúki að ég er hræddur um að skorður náttúrunnar á stofnstærð mannkyns muni ekki leiða til meiri friðar og jöfnuðar.

Arnar Pálsson, 27.10.2011 kl. 18:25

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Lét HÍ reikna þetta út fyrir mig fyrir nokkrum árum. Þar fékkst talan 27 Ma. fæddir hss. miðað við sl. 60.000 ár. Um 20% fæddra manna eru því á lífi miðað við að ekki sé möguleiki á eilífu lífi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 27.10.2011 kl. 20:56

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þa' er rétt Arnar. Fólksfjölgun að þolmörkun þýðir að fleiri verða undur og hörmungarnar miklar. Þetta eru sennilega þær mestu náttúruhamfarir sem við getum séð fyrir. Stríð, hungursneyð og minnkandi virðing fyrir lífi fólks verður resúltatið. Siðferði er þegar að verða afgangsstærð. Raunar höfum við fyrir löngu séð það á þéttbýlustu svæðum jarðarinnar. Altrúismanum verður skipt út fyrir frumskógarlögmálið. Survival of the fattest.

Manni dettur jafnvel í hug að þetta sé vítahringur, sem menn hafi gengið í gegnum fyrr.  Allt bendir til þess nú að hámenning hafi verið til fyrir 10.000 árum og menn klóra sér í hausnum yfir þessu nú.

Líkur á glóbal vistfræðilegu hruni er staðreynd og aðeins spurning um hvenær. Líklegt að það sé ekki svo langt undan í raun.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 05:59

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta gæti t.d. verið hypothetísk skýring á þróunarstökki mannsins. Já og grimmd hans, sjálfmiðun og græðgi einnig.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 06:01

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það segir manni mikið að fara inn á reiknivél BBC og sjá númer hvað maður var í röðinni. Ég er númer ca. 2.993.000.000- Svo mikill er vöxturinn síðan 12.02.1959. (nákvæmlega 150 árum eftir fæðingu Darwins, sem var ca. 600.000.000- jarðarbúinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 06:34

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rangt hjá mér. Darvin var tæplega milljarðasti íbúinn. Reiknivélin og statistíkin er hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 06:40

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég á bágt með að trúa að því að í gengum alla mannkynsöguna, svo að segja, höfum við flatlænað í 500.000.000. It's a mytstery.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 06:42

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég er líklega að fara yfir strikið í að vera smámunasamur - en hvernig ætli standi á því að 90% þeirra Íslendinga sem ég hef séð minnast á þetta (á blogginu, feisbók og fleiri stöðum) setji kommur í stað punkta þegar þeir skrifa þessar milljarðatölur?

Samkvæmt þessu forriti lifðu 3.938.752.428 á jörðinni þegar ég fæddist - ekki 3,938,752,428.

Þess skal getið að eini sem ég hef séð skrifa þetta rétt, en ekki afritað beint ,var Páll Bergþórsson fyrrverandi Veðurstofustjóri - enda klikkar hann ekki á smáatriðum  

Höskuldur Búi Jónsson, 28.10.2011 kl. 08:42

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Höski, þú hefur gleymt að skoða FB síðuna mína - klikka ekki á svona smáatriðum, enda númer 3.941.699.761 (ekki BBC síðan reyndar, þar er ég númer 3.891.313.124 - smávægilegur munur þarna).

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 09:05

14 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Kristján fyrir innleggið

Það ræðst af forsendunum hvað út kemur. PRB gefa sér ákveðnar stærðir varðandi viðgang og stofnstærð í "denn tid" (fyrirgefðu Höski, ég kann ekki að finna íslensku gæsirnar á lyklaborðinu).

Góður punktur með eilífðina.

Jón

Heimsendabókmenntir eru ágætis hugarfóður fyrir siðfræðiumræðu. Hvað gerist þegar heimurinn er að fara til fjandans, er það þá hver fyrir sig, eða myndast minni einingar sem starfa saman? Það var lendingin í Day of the Triffids, þar sem mannkynið varð blint á einni nóttu og voru síðan flestir étnir af gangandi blómum.

Samheldnin er reyndar frekar lítil hjá mannkyni nútímans og ólíklegt að hún muni aukast með dvínandi auðlindum.

Varðandi fjölda mannkyns, þá vorum við lengstum mjög fáliðaðir. Stofnstærðir simpansa og górilla eru frekar litlar, og líklegast voru sameiginlegir forfeður okkar og þeirra það einnig. En maðurinn braut af sér hömlur sem héldu aftur forfeðrunum og nam lönd og höf (sbr þættina á RÚV - maður og jörð). Stofnerfðafræðin sýnir líka skýrt að stofninn hefur þanist út, með þeim afleiðingum að margar sjaldgæfar og mögulega skaðlegar stökkbreytingar hafa aukist í tíðni.

Höskuldur

Afsakaðu þessa leti, ég skal reyna að temja mér skárri rithátt á tölum í framtíðinni. Þetta smaug inn með hinni klassísku klippa-klístra aðferð.

Arnar Pálsson, 28.10.2011 kl. 09:40

15 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sveinn - biðst velvirðingar á að hafa ekki skoðað fésbókarsíðu þína nógu vel 

Höskuldur Búi Jónsson, 28.10.2011 kl. 10:02

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Höskuldur, mér finnst þú alveg geta gefið mér prik fyrir að skrifa tölurnar rétt. Jafnvel kommu.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 12:51

17 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já, fyrirgefðu Jón Steinar - var eitthvað að flýta mér 

Höskuldur Búi Jónsson, 28.10.2011 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband