Leita í fréttum mbl.is

Erindi: kerfislíffræði, heiðursdoktorinn Margrét Guðnadóttir og líffræðiráðstefnan

Á næstu viku verður töluvert framboð á erindum á sviði líffræði. Á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember 2011, mun kerfislíffræðisetur HÍ halda fund um efnaskipti hvítrablóðfruma. Það fer fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar (frá 14:00 til 15:30). Nokkrir gestir frá læknadeild háskólans í Lúxemborg munu  halda erindi, meðal annars um stjórn ónæmiskerfisgena á efnaskiptum frumunar.

10. nóvember næstkomandi mun Margrét Guðnadóttir veirufræðingur vera sæmd heiðursnafnsbót við Læknadeild HÍ. Að því tilefni verður haldið málþing henni til heiðurs, sem mun standa frá kl 15:00. 

Margrét Guðmundsdóttir, prófessor emeritus við Læknadeild Háskóla Íslands, verður sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Læknadeild Háskóla Íslands þann 10. nóvember nk. Nafnbótina hlýtur hún fyrir vísindaframlag á sviði veirufræði og greiningu veirusýkinga. Með rannsóknum sínum hefur hún um áratugaskeið lagt af mörkum mikla þekkingu á fjölmörgum veirusýkingum, m.a. rauðum hundum, mislingum, hettusótt og cytomegalo-veirusýkingum. Þá hafa rannsóknir hennar á hæggengum veirusjúkdómum í sauðfé, eðli visnu-mænuveikisýkingar og gerð bóluefnis við þeirri sýkingu skipað Margréti í röð fremstu vísindamanna og borið merki Háskóla Íslands hátt í hinum alþjóðlega vísindaheimi.

Daginn (11. nóvember 2011) eftir hefst síðan líffræðiráðstefnan. Fyrst verða þrjú yfirlitserindi í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og eftir hádegið hefjast samhliða málfundir í Öskju.

Yfirlitserindi verða flutt af Kára Stefánssyni forstjóra ÍE, Halldóri Þormar prófessor emeritus við HÍ og þriðju persónu.

Nánar verður skýrt frá dagskrá ráðstefnunar undir lok vikunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband