4.11.2011 | 00:49
Tonn af mykju og áfram reikningur
Þessa dagana erum við að kenna lífmælingar, sem er námskeið í tölfræði fyrir líffræðinema.
Eitt af því sem við leggjum áherlsu á er að það getur verið varhugavert að framreikna (extrapolate). Aðhvarfsjafna sem gildir fyrir ákveðin hluta gagna gildir ekki endileg fyrir annan hluta. Áhrif áburðar er ágætt dæmi, það má ná auknum vexti plantna með því að gefa þeim húsdýra áburð. Bunagrös sem fá 1, 2, 3 eða 4 grömm af húsdýraáburði vaxa þeim mun betur eftir því hversu mikið þau fá. En það þýðir ekki að tonn af mykju gefi af sér himinháa baunagrasið hans Jóa. Þetta er útskýrt ljómandi vel af xkcd.org.
Úr því ég er byrjaður, þá verð ég að skella inn þremur gullkornum í viðbót. Fyrst muninum á vísindamönnum og "eðlilegu" fólki.
Síðan hættunni við endurtekin próf (galdur sem bæði lyfjarisar og skottulæknar beita).
Síðasta myndin fjallar um tilgátu prófun, líklega bara fyrir harðhausa.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ég er ekki harðhaus, svo að ég fór á Wikipedia til að .. öh .. rifja upp skilgreininguna á Null Hypothesis. Þar kom þetta fram:
The practice of science involves formulating and testing hypotheses, assertions that are capable of being proven false using a test of observed data. The null hypothesis typically corresponds to a general or default position. For example, the null hypothesis might be that there is no relationship between two measured phenomena or that a potential treatment has no effect.
...
It is important to understand that the null hypothesis can never be proven. A set of data can only reject a null hypothesis or fail to reject it. For example, if comparison of two groups (e.g.: treatment, no treatment) reveals no statistically significant difference between the two, it does not mean that there is no difference in reality. It only means that there is not enough evidence to reject the null hypothesis (in other words, one fails to reject the null hypothesis).
Án þess að hafa orðið neitt viturri af að lesa þetta, þá get ég þó sagt, að gaurinn á síðustu myndinni hafi misskilið eitthvað í sambandi við þessa núll-tilgátu. Eða ekki.
Ég skal viðurkenna, að ég er engu nær.
Vendetta, 4.11.2011 kl. 01:37
Takk fyrir innslagið Vendetta
Núlltilgáta er sett upp í hverju einasta tilfelli sem við gerum rannsókn. Nútíma vísindi virka þannig að við getum afsannað hluti en ekki sannað þá.
Núlltilgátan segir að ekkert gerist, og gagntilgátan að eitthvað gerist.
Tökum sem dæmi ef Marteinn vill rannsaka hvort hljómlist auki nyt mjólkurkúa. Hann skiptir kúahjörð sinni í tvennt (af handahófi) og setur í tvö nákvæmlega eins fjós (og allt annað er eins, mjaltakarlar, fæði, hiti, o.s.frv.). Hann setur fram núlltilgátu um að hljómlist hafi EKKI áhrif á nyt. Ef gögnin og tölfræðin afsanna núlltilgátunam þá getur hann ályktað að hljómlist hafi einhver áhrif á mjólkurframleiðslu.
Hann sannaði ekki áhrifin, heldur afsannaði að þau væru engin.
Sem sagt, gaurinn var alveg að miskilja þetta, en um leið að benda á hversu framandi almennum hugsanagangi hin vísindaleg aðferð er.
Arnar Pálsson, 4.11.2011 kl. 10:07
Þakka þér fyrir útskýringuna. Nu skil ég þetta aðeins betur. Það sem kannski ruglaði mig var þessi setning: A set of data can only reject a null hypothesis or fail to reject it.
"Fail to reject a null hypothesis" er þreföld neitun.
Vendetta, 4.11.2011 kl. 13:54
Vendetta, já ef þú telur með merkingu núlltilgátunar um að það sé enginn munur.
Vísindamenn eru samt ekkert sérstaklega neikvæðir.
Allavega hef ég ekki séð neinn leggja fram gögn sem hafna þeirri tilgátu að þeir séu jafn neikvæðir og aðrir....
Arnar Pálsson, 4.11.2011 kl. 15:26
Alltaf gaman að smá nördahúmor Arnar. Varstu búinn að sjá þessa: http://imgur.com/molaL (kannski ekki alveg tölfræði eða lífmælingar, en samt góður)
Mikið held ég að við hefðum haft gott af því að taka lífmælingar í lífefnafræðinni í gamla daga, það hefði auðveldað manni lífið síðar.
Erna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 23:53
Takk Erna
Þessi er mjög fyndinn.
Sver sig í ætt við binary brandara - sem er alltaf til fyrirmyndar.
Vissulega hjálpar tölfræðin í lífefnafræði, eins og öðrum greinum. Annars er ég alltaf jafn gáttaður á því hvernig fólk getur orðið ráðherrar án þess að skilja tölfræði....
Arnar Pálsson, 7.11.2011 kl. 14:00
Vendetta, 7.11.2011 kl. 16:49
Takk Vendetta, þú bjargaðir deginum alveg.
Arnar Pálsson, 8.11.2011 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.