8.11.2011 | 17:08
Haustfagnaður líffræðifélagsins
Skemmtinefnd líffræðifélagsins hefur boðað til herlegheita að kvöldi 12. nóvember, í kjölfar líffræðiráðstefnunar 2011. Haldinn verður haustfagnaður á Hótel Borg, húsið opnar kl. 20:00 og Geirfuglarnir leika fyrir dansi.
Miðaverð einungis 1000 kr. Pinnamatur, skemmtiatriði og Haxabolla.
Látið boð út ganga, nú verður líf í frumunum.
---------------------------------------------------------------
Laugardagskvöldið 12. nóvember mun Haustfagnaður Líffræðifélagsins slá botninn í ráðstefnu félagsins þetta árið. Fagnaðurinn verður í Gyllta salnum á Hótel Borg og opnar húsið klukkan 20:00. Boðið verður uppá pinnamat og hin víðfræga Haxabolla verður á svæðinu. Létt ræðuhöld og jafnvel einhver skemmtiatriði. Stuðkapparnir í Geirfuglunum munu svo sjá um að leika fyrir dansi fram á rauða nótt.
Það kostar litlar 1000 krónur að taka þátt í gleðinni þetta árið. Miðasala verður á ráðstefnunni en einnig verður hægt að kaupa miða við dyrnar. Við hvetjum þó fólk til að tryggja sér miða sem fyrst enda er þessi fögnuður nokkuð sem enginn líffræðingur ætti að missa af.
Skemmtinefnd Líffræðifélagsins
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.