22.11.2011 | 12:15
Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands
Ein merkilegasta viðbót við starfsemi HÍ á undangengnum áratug eru hin fjölmörgu rannsóknasetur sem sett voru upp utan Reykjavíkur. Þau hýsa marga öfluga vísindamenn og stunda rannsóknir í nálægð við líffræðilega og efnahagslega mikilvæg svæði. Á morgun (23. nóv 2011) verður haldinn fundur Stofnunar rannsóknasetra, sem er regnhlífarsamtök fyrir hin ólíku rannsóknasetur HÍ. Fundurinn verður í Þjóðminjasafninu (skráningar er þörf en enginn er aðgangseyririnn). Dagskráin er eftirfarandi:
13:30- 13:40 Setningarávarp Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands
13:40 -13:55 Efling samstarfs Háskólans og rannsóknasetranna - Sigurður Snorrason deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ.
13:55 -14:10 Samfélags- og menningarlegt hlutverk rannsóknasetra - Þorvarður Árnason, Rannsóknasetri HÍ á Höfn í Hornafirði.
14:10- 14:25 Rekstur rannsóknarverkefna af landsbyggðinni, drifkraftur eða drómi? -Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Rannsóknasetri HÍ á Vestfjörðum.
14:25 - 14:55 Kaffi
14:55 - 15:10 Samvinna HÍ og Háskólafélags Suðurlands um námskeiðahald reynslusaga - Sigurður Sigursveinsson, Háskólafélagi Suðurlands.
15:10 - 15:25 Um framlag rannsóknasetra til kennslu - Tómas G. Gunnarsson, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi.
15:25 - 15:40 Umræður.
15:40 - 16:00 Samantekt og ráðstefnuslit - Rögnvaldur Ólafsson formaður stjórnar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.
Fundarstjóri: Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs Háskóla Íslands.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.