25.11.2011 | 00:56
Sérfræðingur í lífríki Mývatns
Árni Einarsson líffræðingur er forstöðumaður náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn. Hann hefur stundað rannsóknir á lífríki vatnsins um áratuga skeið og komið víða við.
Við fjölluðum hér einu sinni um grein í Nature um líkön sem Árni, Arnþór Garðarsson og Tony Ives byggðu til að lýsa stofnsveiflum mývargsins (Hamingjuóskir). Þar sagði m.a.
Árni, Arnþór og félagar hafa verið virkir í rannsóknum á þessu vistkerfi en grein þeirra í Nature vikunnar verður að teljast hápunkturinn á góðu verkefni. Í greininni njóta þeir aðstoðar erlendra líkanasmiða, sem sniðu reiknilíkön sem útskýra ágætlega sveiflur í mýstofninum á Mývatni. Anthony Ives smíðaði líkan á grunni reiknirita sem notuð eru til að fylgja eftir sveiflum á mörkuðum eða hreyfingum gervitungla, eins og lýst er í pistli í Nature. Vincent Jensen aðstoðar þá að túlka herlegheitin.
Megin niðurstaðan er sú að stofninn sveiflist milli tvennskonar ástanda. Annars vegar rótækar sveiflur í stærð, sem fólk kannast við, stundum er Mývatn nær ósýnilegt að sumarlagi, en önnur árin stendur það varla undir nafni. Hins vegar getur stofnstærðin stundum hangið stöðug um nokkura ára skeið. Líkanið sem þeir byggðu getur útskýrt hvorutveggja.
Það sem skiptir náttúrulega mestu er það að vistkerfi eru ekki stöðug, og að stundum geta þau hrunið, oft af veigalitlum orsökum. Það ætti að vera ástæða til þess að draga úr veigameira álagi á vistkerfi, sem eru okkur nauðsynleg lifibrauð.
Nýverið varð Árni gestaprófessor við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, sem er mikil lyftistöng fyrir deildina. Okkur til happs hefur Árni reyndar alltaf haft annan fótinn í náttúrufræðahúsi HÍ, yfir vetrarmánuðina allavega, og lagt mikið af mörkum í vísindastarfi og kennslu.
Árni hefur sett saman ákaflega skemmtilega vefsíðu fyrir náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn og ekki sakar hversu glöggur ljósmyndari hann er. Myndin af krúsinni hér að ofan er fengin að láni af síðu stöðvarinnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:59 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.