28.11.2011 | 10:56
Stofnun lífvísindaseturs HÍ
Læknadeild Háskóla Íslands er stappfull af líffræðingum. Margir þeirra eru að fást við grunnrannsóknir á líffræði sjúkdóma, frumna og mannsins. Fjölmargir útskrifaðir BS. nemar í líffræði fara líka í framhaldsnám við læknadeild og gera góða hluti. Umgjörð rannsókna í Læknagarði er hin ágætasta og margar forvitnilegar uppgötvanir gerðar. Í nokkur ár hefur verið óformlegur rammi um þessar rannsóknir, aðallega á sviði sameindaerfðafræði og frumulíffræði, en nú á afmælisári HÍ tekur hann á sig eiginlegt form. Lífvísindasetur HÍ verður stofnað á miðvikudaginn. Úr tilkynningu af vef HÍ:
----- tilkynning byrjar ----
Háskóli Íslands kynnir stofnun Lífvísindaseturs HÍ.Af því tilefni verður athöfn
í Öskju, sal 132, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 15:00-17:30.
Dagskrá:
15:00 Opnunarfyrirlestur
Neural crest stem cells: Development, evolution, and relationship to cancer
Marianne Bronner, prófessor, California Institute of Technology
Fundarstjóri: Hannes Petersen, dósent við Læknadeild og yfirlæknir á LSH
16:00 Kaffi
16:15 Opnun Lífvísindaseturs Háskóla Íslands
Ávarp: Guðmundur Þorgeirsson, forseti Læknadeildar
Kynning á Lífvísindasetri HÍ: Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild
Opnun Lífvísindaseturs HÍ: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Fundarstjóri: Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs
16:45 Léttar veitingar
Ávarp: Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor við Læknadeild
---- tilkynning endar ----
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Í fæðingu er einnig Alþjóðleg Miðstöð Rannsókna á Hreyfitauga Sjúkdómum.
http://altice.blogcentral.is/blog/2011/10/7/astrocyteshatursfullt-arasarlid-eda-fornfusir-verjendur/
Loftur Altice Þorsteinsson
Samstaða þjóðar, 28.11.2011 kl. 12:12
Verst með íslenska heitið sem þeir enduðu með - það spannar býsna vítt svið, og treður í leiðinni rækilega á tærnar á hinni nýju Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskólans:
http://www.hi.is/frettir/lif_og_umhverfisvisindastofnun_sett_a_fot
Býður upp á rugling. Hvað með Líflæknisfræðisetur?
Mummi
Guðmundur Á. Þórisson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 21:02
Mummi
Alveg sammála með íslenska heitið - allt annað við setrið er stórkostlegt. Hugmyndin, áherslurnar, rannsóknirnar og fólkið.
Það hefði komið hljóð úr horni ef líffræðin hefði stofnað læknavísindasetur HÍ.
Arnar Pálsson, 30.11.2011 kl. 09:46
Hér sé glettileg tilvísun í pókerspil:
Arnar, ég sé þitt "læknavísindasetur HÍ" og hækka upp í "Vísindasetur Íslands" sem hlýtur að trompa allt :=)
Guðmundur Á. Þórisson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 14:02
Skemmtilegur leikur Mummi
Vísindasetur alheimsins, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík.
Arnar Pálsson, 1.12.2011 kl. 09:59
Sæll Arnar
Hér mun ég ekki fara út í sterka vörn varðandi nafnið sjálft - en vil þó leggja áherslu á að nafn rannsóknarseturs á að mínu mati að endurspegla viðfangsefni setursins - en ekki menntun (að eg tali nú ekki um grunnmenntun eingöngu) þeirra er starfa við viðkomandi setur og þaðan af síður nafn þeirrar grunndeildar er hýsir setrið.
Læknisfræði sem kennsla á háskólastigi (læknamenntun) snýst um lækningar. Vísindalegur grunnur hennar er aftur á móti mun víðfeðmari. Grunnvísindi læknisfræðinnar liggja að miklu leyti í nákvæmlega sama grunni og stór hluti liffræðinnar, þ.e.a.s. sameinda- frumu- erfða- og lífefnafræðihluti hennar. Þetta vitum við auðvitað báðir. Framfarir í lækningum og skilningur hefur markast af framförum á sviði rannsókna á gersveppum, ávaxtaflugum, ensýmhvörfum í lifrarextracti, tíðni og dreifingu sjúkdóma í mismunda fjölskuldum o.s.frv. Þessi vísindi hafa verið unnin af fólki með grunnmenntun í líffræði, lífefnafræði, læknisfræði, líftölfræði og fleiri greinum. Þessi vísindi hafa verið unnin innan læknadeilda, lífræðideilda, lífefnafræðideilda og fleiri deilda.
Líffræðideildir hafa og munu halda áfram að spila lykilhlutverk í framförum innan læknisfræði, rétt eins og læknadeildir munu hér eftir sem hingað til spila lykilhlutverk í framförum innan líffræði. Okkar hlutverk verður að byggja brýr milli þeirra sem vinna á þessum sviðum.
Magnús Karl Magnússon (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 23:50
Takk Magnús fyrir tilskrifin.
Það var ekki meiningin að gera nafnið að aðalatriði hér. En mér finnst það samt skipta máli. Lífvísindasetur læknagarðs hefur yfir sér annan blæ en Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Sérstaklega fyrirþá sem starfa í LÍF og umhverfisVÍSINDAdeild HÍ.
Ég er fyllilega sammála öðru sem þú segir, nafn deildarinnar skiptir ekki öllu máli fyrir þær rannsóknir sem framkvæmdar eru. Eins og ég sagði í "einka"bréfi til Þórarins Guðjónssonar þá er ég fylgjandi frekara samstarfi þeirra sem leggja stund á læknisfræði og líffræði - sérstaklega á sviði sameindalíffræði og skyldra greina.
Vísindasamfélag Íslands er það lítið að fásinna er að eyða kröftum í sundrungu, gagnkvæm virðing, opin samskipti og samstarf er mun heillavænlegra til framfara.
Arnar Pálsson, 6.12.2011 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.