7.12.2011 | 14:41
SKIPULAG ALHEIMSINS á íslensku
Fyrir rúmum 20 árum las ég uppruna tímans, bók Stephen Hawking um alheiminn og tímann. Það var meiriháttar upplifun, því hann ritar um flóknar og forvitnlegar spurningar á einstaklega skýran hátt.
Hawking hefur skrifað nokkrar fleiri bækur, bæði sjálfur og með Leonard Mlodinow. Síðasta bók þeirra félaga heitir einmitt skipulag alheimsins (the grand design), sem er nú komin út á íslensku. Af vefsíðu íslensku þýðingarinnar:
Hér kynna Stephen Hawking og Leonard Mlodinow nýjustu hugmyndir vísindamanna um ráðgátur alheimsins. Þeir setja fram þá tilgátu að ekki sé til nein ein útgáfa af raunveruleikanum. Einnig útskýra þeir fjölheimstilgátuna sem gerir ráð fyrir mörgum alheimum og kynna til sögunnar þá tilgátu að alheimurinn eigi sér ekki aðeins eina tilvist eða sögu. Loks fjalla þeir um M-kenninguna, útskýringuna á lögmálum sem stjórna okkur og alheiminum. Hún er sennilega besta heildstæða kenningin um allt sem völ er á. Ef hægt er að staðfesta kenninguna, segja þeir, verður hún sameinaða kenningin sem Einstein leitaði að og hinn endanlegi sigur mannlegrar rökhugsunar.
Mér er reyndar minnistætt að þegar bókin kom út var Stephen með yfirlýsingu um að hann teldi ekki hefði þurft guðlegt inngripi til að koma veröldinni á koppinn.
Because there is a law such as gravity, the Universe can and will create itself from nothing. Spontaneous creation is the reason there is something rather than nothing, why the Universe exists, why we exist...
It is not necessary to invoke God to light the blue touch paper and set the Universe going.
Þá sagði ég í pistli (Var hann lengi að fatta?)
Uppruni heimsins er torrannsakanlegur, en við þurfum samt ekki að kasta frá okkur hinni vísindalegu aðferð og sættast allt í einu á yfirnáttúrulega skýringu. Er þessi yfirlýsing ekki bara auglýsingabrella fyrir nýju bókina?
Það er hæpið að svona upphrópanir þurfi til að selja bókina hérlendis, íslenskir bókkaupendur eltast meira við gæði en spennandi slúðursögur og dramatískar yfirlýsingar (eða grafískar lýsingar).
Svona í framhjáhlaupi vill ég benda á að meðhöfundur Hawkins, Leonard Mlodinow hefur verið ötull á ritvellinu. Hann skrifaði m.a. bókina Ramb rónans, hvernig tilviljun ræður lífi okkar (Drunkard ́s Walk: How Randomness Rules Our Lives). Um er að ræða snilldarlega úttekt á mikilvægi tilviljunar, og því hvernig skarpskyggnin blekkir okkur, hvernig við sjáum mynstur úr þoku og oftúlkum minnstu breytingar.
Hann kafar einnig ofan í líkindafræðina og sýnir okkur hvernig reglur hennar ganga gegn "heilbrigðri skynsemi". Þannig að jafnvel reyndustu fræðimenn ramba á rangt svar - og dómarar einnig. Mlodinov m.a. fjallaði um OJ Simpson dóminn. Úr dómi NY Times um Drunkards walk.
When statistics are used in a court of law the effect can be just as misleading. Mlodinow recalls the O. J. Simpson trial, in which the prosecution depicted the defendant as an inveterate wife abuser. One of Simpsons lawyers, Alan Dershowitz, countered with statistics: in the United States, four million women are battered every year by their male partners, yet only one in 2,500 is ultimately murdered by her partner.
The jury may have found that persuasive, but its a spurious argument. Nicole Brown Simpson was already dead. The relevant question was what percentage of all battered women who are murdered are killed by their abusers. The answer, Mlodinow notes, didnt come up in the trial. It was 90 percent.
Viltu spyrja Hawking spjörunum úr? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Bækur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ætli hann geti svarað því hvaðan allt rykið kemur...?
Haraldur Rafn Ingvason, 8.12.2011 kl. 08:56
Örugglega ekki. Því rykið er ofar og utan við allt, æðra mannlegum veraldleika og ódauðleika samfellunar sem tengir eindir vitundar atómanna saman.
Arnar Pálsson, 8.12.2011 kl. 10:03
Skemmtilegir!
Hólmfríður Pétursdóttir, 9.12.2011 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.