21.12.2011 | 14:11
Ný grein um hraðan útdauða
Ég var að lesa fínan pistil á Loftslag.is um nýlega grein um útdauðabylgjuna fyrri 252 milljónum ára. Greinin sem þeir vitna til (Shen o.fl. 2011: Calibrating the End-Permian Mass Extinction) metur að útdauðinn hafi skollið mjög snögglega á, sbr. grein loftslagsmanna (Hinn hraði útdauði).
Á mörkum Perm og Trías, fyrri um 252 milljónum árum síðan, þá þurrkaðist út um 90-95 % af öllu lífi jarðar, jafnt hjá lífverum á þurrlendi sem og hjá sjávardýrum. Hinn mikli dauði (e. The Great Dying), eins og hann er stundum kallaður var alvarlegastur allra fjöldaútdauða lífvera í sögu jarðar og líklega sá tími sem jarðlíf hefur komist næst því að þurrkast út algjörlega. Tilgátur um ástæður útdauðans eru mikil eldvirkni, súrefnisþurrð sjávar og sem þykir ólíklegt árekstur loftsteina.
Þó ástæða þessara hamfara sé óljós, þá hefur rannsóknateymi (Shen o.fl. 2011) staðfest að útdauðinn gekk mjög hratt yfir eða á um 20 þúsund árum. Það er gríðarlega stutt tímabil á jarðfræðilegum skala.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Takk fyrir "plöggið" Arnar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2011 kl. 14:56
Flottur pistill Sveinn, ég missti af þessari grein í Science - var of upptekinn við að fara yfir próf.
Arnar Pálsson, 22.12.2011 kl. 15:13
Svona svo það sé engin vafi á því, þá skrifaði Höskuldur þennan umrædda pistil á loftslag.is, en við erum þó báðir, í ritstjórninni, mjög sáttir við "plöggið" :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2011 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.