Leita í fréttum mbl.is

Botndýr á Íslandsmiðum landans

Einn af fyrrum kennurum mínum, Jörundur Svavarsson sjávarlíffræðingur, var gestur landans síðastliðinn sunnudag (8. janúar 2012). Myndbrotið má sjá á vef RÚV og textinn að neðan fylgir fréttinni.

Það er talið að í hafdjúpunum við Ísland lifi 6-8 þúsund tegundir botndýra. Við þekkjum hins vegar ekki nema um 4 þúsund þeirra. Í Landanum forvitnuðumst við um rannsóknarverkefnið IceAGE sem er framhald af Botndýraverkefninu sem lauk fyrir fáeinum árum.

Í IceAGE-verkefninu eru vistfræði og erfðagreining lykilþættir. Markmiðið er m.a. að búa til líkan með sem flestum umhverfisþáttum í til að hægt sé að segja fyrir um breytingar á lífríki hafsins vegna loftslagsbreytinga. Í leiðangri verkefnisins hafa fundist forvitnilegar tegundir sem eru nú í greiningu, m.a. merkilegir svampar sem framleiða efnasambönd sem hugsanlega má nota í lyfjagerð.

Jörundur er mikilvirkur líffræðingur, hefur lýst nýjum tegundum og kannað vistkerfi djúpsjávarins. Hann hefur einnig gefið út bækur, skemmst er síðan hann gaf út bókina Leyndardómar sjávarins við Ísland með Pálma Dungal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig grunar að gífurlega mikið af framandi sjávardýrum komi með kjölfestu Skemmtiferðaskipa.

Númi (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 21:47

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Númi

Það er einhver flutningur, t.d. er talið a grjótkrabbinn hafi komið þessa leið frá Norður ameríku. Óskar Sindri Gíslason greindi uppruna íslenskra grjótkrabba í meistarverkefni sínu.

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus)  http://skemman.is/en/item/view/1946/4348

Flutningurinn fer eftir æxlunarlíffræði tegundar og gerð ungviðis, fljótandi lirfustig geta auðveldlega komist í kjölfestuvatn, og sum þeirra þraukað þar ein Atlantshafsferð.

Arnar Pálsson, 11.1.2012 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband