Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Hlutföll kynja og mögnuð æxlisgen

Ég vildi benda líffræðiáhugamönnum á tvö erindi í vikunni.

Snæbjörn Pálsson dósent við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ mun fjalla um kynhlutföll hjá fuglum í erindi föstudaginn 27. janúar 2012 (kl. 12:30-13:10).

Samkvæmt lögmáli Mendels og spám um áhrif náttúrulegs val má búast við að kynhlutföll meðal kynæxlandi lífvera séu jöfn. Athuganir á kynhlutföllum hjá fuglum hafa þó í mörgum tilvikum sýnt skekkt kynhlutföll, þar sem karlfuglar eru oft í meirihluta. Greint verður frá athugunum á kynhlutföllum vaðfugla, einkum fullorðinna fugla á vetrarstöðvum. Ástæður að baki þessum mun og mögulegar afleiðingar verða ræddar.

gunnarhallgrimsson_img_4634.jpg

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir. Erindin eru flutt á íslensku, nema annað sé tekið fram.

Ljósmynd Gunnar Þór Hallgrímsson (copyright), fleiri myndir Gunnars má sjá á vefnum www.fuglar.is.

Snæbjörn hefur stundað rannsóknir á þróun, m.a. endurröðunar sem er bein afleiðing byggingar litninga og kynæxlunar. Hann fjallaði almennt um kenningar um þróun kynæxlunar í bókinni Arfleifð Darwins.

Mögnuð æxlisgen 

Edda Olgudóttir líffræðingur mun halda verja meistararitgerð sína frá Læknadeild HÍ á fimmtudaginn 26. janúar 2012.

Ritgerð Eddu heitir “Hugsanleg æxlisgen á 8p12-p11 mögnunarsvæðinu: Æxlisgen tilgreind og prófuð í brjóstakrabbameinsfrumulínum”.

Í sumum gerðum krabbameins sjást oft sömu breytingar á ákveðnum svæðum erfðamengisins. Dæmi um slíkar breytingar er fjölföldun á ákveðnum hlutum litninga. Venjulegir einstaklingar eru með 2 eintök af hverjum litningi í hverri frumu. En ákveðnum krabbameinsfrumum hefur hluti eins litnings fjölfaldast. Í tilfelli brjóstakrabbameina hefur svæði á litningi 8, (kallað 8p12-p11) fundist fjölfaldað í stórum hluta krabbameina. Tilgátan er sú að þessi fjölföldun sé ekki tilfviljun, heldur að hún geti verið ein af orsökum krabbameinsins. Á þessu svæði á litningnum er slatti af genum, og rannsókn Eddu miðaði að því að skoða hvort að einhvert genanna gæti aukið líkurnar á brjóstakrabbameini?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband