25.1.2012 | 14:17
Afkoma lunda í Vestmannaeyjum með tilliti til aldurs
Hálfdán H. Helgason heldur meistarafyrirlestur frá Líf- og umhverfisvísindadeild. Efni ritgerðar hans fjallar um afkomu lunda í Vestmannaeyjum með tilliti til aldurs
Erindið er þann 26. janúar kl. 15:40 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.
Í ritgerðinni, sem er skipt upp í þrjá kafla, fjallar Hálfdán um;
A. Mælingar á varpárangri lunda í Vestmannaeyjum sumrin 2008 og 2009, í sjö byggðum í þremur eyjum.
B. Samantekt á endurheimtum lunda eftir aldri, tíma og staðsetningu, byggt á merkingum Óskars J. Sigurðssonar og Sigurgeirs Sigurðssonar frá 1959 til 2007. Niðurstöðurnar eru bornar saman við erlendar rannsóknir.
C. Lífs- og endurheimtulíkur fullorðinna varpfugla í Stórhöfða frá 1959 til 2007 metnar með Cormack, Jolly Seber líkani leiðréttu fyrir,,flökkufugla-áhrifum (e. Transience effect). Val á líkani er rökstutt og niðurstöður bornar saman við niðurstöður sambærilegra rannsókna beggja vegna Atlantshafs.
Leiðbeinendur: dr. Arnþór Garðarsson Líf- og umhverfisvísinda deild HÍ, dr. Erpur Snær Hansen Náttúrustofu Suðurlands, dr. Jón Einar Jónsson Rannsóknasetri HÍ á Snæfellsnesi, dr. Páll Hersteinsson Líf og umhverfisvísindadeild og dr. Ævar Petersen Náttúrufræðistofnun Íslands.
Prófdómari: dr. Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi.
Ljósmynd af lunda tók Sigríður R. Franzdóttur, má ekki eftirprenta - copyright.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.