Leita í fréttum mbl.is

Gengur skrímslið laust? Líftækni í ljósi bókmennta

ulfhildur_dagsdottir_dsc_0060.jpg

Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur mun fjalla um tengsl líftækni og bókmennta í erindi föstudaginn 10. febrúar 2012 (kl. 12:30-13:10).

Erindið heitir Gengur skrímslið laust? Líftækni í ljósi bókmennta og verður byggt á bókinni Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika (2011). Bókin fjallar um um sæborgir (svo sem gervimenni, vélmenni, klóna) í bókmenntum og myndmáli. Líftækni er skoðuð í ljósi bókmennta og kvikmynda og kannað hvernig orðræða skáldskapar mótar hugmyndir okkar um líftækni. Tengsl tækni og menningar eru könnuð og þá sérstaklega birtingarmyndir þeirra í skáldskap. Hvaða áhrif hefur tæknin á einstakling og samfélag? Hvaða áhrif hefur tæknin á hugmyndir um mennsku? Hver er framtíð mannkyns í tæknivæddu samfélagi?

Föstudagsfyrirlestrar líffræðinnar haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir. Erindin eru flutt á íslensku, nema annað sé tekið fram.

Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.

Úlfhildur stendur einnig að sýningu á myndverkum og munum tengdum Sæborginni í Gerðasafni út febrúarmánuð. Úr tilkynningu:(fylgið tenglinum á myndir)

Sæborgin: Kynjaverur og ókindur

Þema sýningarinnar byggir á nýútkominni bók Úlfhildar Dagsdóttur bókmenntafræðings, „Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika\\\". Bókin fjallar um þá ímynd er tæknimenning og líftækni taka á sig í vitund almennings. Þema sýningarinnar eru sæborgir í íslenskri myndlist, eins og þær birtast í meðförum 20 íslenskra myndlistarmanna. Þeir eru: Anna Hallin, Birgir Snæbjörn Birgisson, Bjarni Hinriksson, Davíð Örn Halldórsson, Erró, Finnbogi Pétursson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Þórsdóttir, Hugleikur Dagsson, Inga María Brynjarsdóttir, Jóhann Ludwig Torfason, Jón Gunnar Árnason, Markmið, Olga Bergmann, Ólöf Nordal, Páll Thayer, Sara Björnsdóttir, Sigurður Örlygsson, Valgerður Guðlaugsdóttir.

Í stuttu máli endurspegla verkin á sýningunni hrifningu okkar og ótta við vélina og nærveru hennar í menningu nútímans. Í þeim getur meðal annars að líta kynjaverur og ókindur orðnar til við samruna ólífrænna og lífrænna efna, verur sem eru í senn lifandi og vélrænar.

Á sýningunni eru einnig myndbönd Bjarkar Guðmundsdóttur, gripir og bækur frá versluninni Nexus, Star Wars leikföng, ljósmyndir og myndbönd frá CCP auk stoðtækja frá Össuri.

Sýningarstjórar Helgi Hjaltalín Eyjólfsson myndlistarmaður og Úlfhildur Dagsdóttir. 

Ljósmynd útvegaði Úlfhildur Dagsdóttir - hennar er prentrétturinn (picture copyright Ulfhildur Dagsdottir).

Viðbót 15. feb. 2012.

Fjallað var um myndasýninguna í Djöflaeyjunni af Goddi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Með 7of9 er algerlega búið að gera út um allar mínar (raunhæfu) væntingar til sæborga, get ekki annað en orðið fyrir vonbrigðum.

Arnar, 7.2.2012 kl. 14:29

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Fólk með gangráð er blendingur vélar og manns, þ.e. sæborg.

Þú ættir að kíkja á bók Úlfhildar, hún er að daðra við svipaðar hugmyndir og þú þegar þú klæðir þig í 7of9 búninginn og ferð á grímuballið...;)

Arnar Pálsson, 8.2.2012 kl. 10:41

3 Smámynd: Arnar

Poppmenningin er eiginlega búin að skemma ímynd sæborga.  Fyrsta sem fólki dettur í hug eru miðstýrðir heimsyfirráða sinnar með fullkomnunar áráttu.

Arnar, 10.2.2012 kl. 10:13

4 Smámynd: Arnar Pálsson

...og erfðabreytta, bleikhærða hamstra sem blása bláar sápukúlur í fanginu.

Arnar Pálsson, 10.2.2012 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband