23.2.2012 | 10:10
ORF Líftækni: frá vísindum í vöru
Björn Örvar framkvæmdarstjóri ORF líftækni mun halda erindi föstudaginn 24. febrúar 2012 (kl. 12:30-13:10), á vegum líffræðistofu HÍ.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir rúmlega 10 ára sögu ORF Líftækni, allt frá því að hugmynd kviknaði um stofnun fyrirtækis í plöntuerfðatækni að markaðssetningu vöru á neytendamarkaði. Fjallað verður um Orfeus framleiðslukerfi fyrirtækisins sem byggir á því að nota bygg sem "verksmiðju" fyrir smíði vaxtarþátta og annarra próteina, vísindin að baki, íslenskt nýsköpunarumhverfi, árangur á markaði o.m.fl.
Föstudagsfyrirlestrar líffræðistofu eru haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir. Erindin eru flutt á íslensku, nema annað sé tekið fram.
Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.