Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Landnám framandi grjótkrabba

Óskar Sindri Gíslason doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ mun fjalla um framandi lífverur og grjótkrabba (Cancer irroratus) við Ísland í erindi föstudaginn 3. mars 2012 (kl. 12:30-13:10).

Erindi hans kallast flutningur framandi lífvera og landnám grjótkrabba (Cancer irroratus) við Ísland (The transport of non-indigenous species and colonization of the Atlantic rock crab (Cancer irroratus) in Icelandic waters).

Landnám framandi tegunda er eitt af alvarlegustu umhverfis- og efnahagslegu vandamálum sem blasa við heimsbyggðinni í dag. Flutningur sjávarlífvera í kjölfestuvatni skipa er talin ein meginástæða þess. Á síðastliðnum árum hafa nokkrar tegundir sjávarlífvera numið land við Ísland, þar á meðal hinn norður-ameríski grjótkrabbi (Cancer irroratus). Farið verður yfir helstu flutningsleiðir sjávarlífvera auk þess sem greint verður frá landnámi grjótkrabbans hér við land.

Erindið er að hluta byggt á  meistaraverkefni Sindra, sem hann vann í samstarfi við Jörund Svavarsson,  Halldór P. Halldórsson í Sandgerði og Snæbjörn Pálsson.

grjotakrabbi_cancer_irroratus.jpgMynd af grjótkrabba er úr safni Líffræðistofnunar (höfundaréttur - copyright). Fleiri myndir af grjótkröbbum og aðrar myndir Sindra má finna á Flickr síðunni Sindrinn.

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir. Erindin eru flutt á íslensku, nema annað sé tekið fram.

Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband