Leita í fréttum mbl.is

Kortlagning á arfbreytileikum sem tengjast krabbameinsáhættu

Þórunn Rafnar yfirmaður krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu mun fjalla um kortlagninu erfðaþátta sem tengjast krabbameinsáhættu í erindi föstudaginn 9. mars 2012 (kl. 12:30-13:10).

Erindi hennar kallast Kortlagning á arfbreytileikum sem tengjast krabbameinsáhættu (Identification of genetic variants that associate with risk of cancer). Erindið verður flutt á ensku.

Mannerfðafræðin hefur tekið stórstígum framförum á síðustu 10 árum, með raðgreiningu erfðamengisins og nýjum aðferðum til að greina breytileika í byggingu þess. Margar gerðir krabbameina eru arfgengar, þ.e. ef foreldri hefur greinst með krabbamein, eru auknar líkur á að börnin greinist einnig. Tilraunir til að kortleggja þætti í erfðamenginu sem auka eða draga úr áhættunni á krabbameinum hafa afhjúpað mörg gen á undanförnum árum. Þórunn mun fjalla um það hvernig Íslensk erfðagreining hefur kortlagt suma af þessum þáttum og þau líffræðilegu ferli sem hlut eiga að máli.

thorunrafnarmynd2012.jpgMynd. Þórunn Rafnar.

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir.

Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband