6.3.2012 | 09:26
Kortlagning á arfbreytileikum sem tengjast krabbameinsáhættu
Þórunn Rafnar yfirmaður krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu mun fjalla um kortlagninu erfðaþátta sem tengjast krabbameinsáhættu í erindi föstudaginn 9. mars 2012 (kl. 12:30-13:10).
Erindi hennar kallast Kortlagning á arfbreytileikum sem tengjast krabbameinsáhættu (Identification of genetic variants that associate with risk of cancer). Erindið verður flutt á ensku.
Mannerfðafræðin hefur tekið stórstígum framförum á síðustu 10 árum, með raðgreiningu erfðamengisins og nýjum aðferðum til að greina breytileika í byggingu þess. Margar gerðir krabbameina eru arfgengar, þ.e. ef foreldri hefur greinst með krabbamein, eru auknar líkur á að börnin greinist einnig. Tilraunir til að kortleggja þætti í erfðamenginu sem auka eða draga úr áhættunni á krabbameinum hafa afhjúpað mörg gen á undanförnum árum. Þórunn mun fjalla um það hvernig Íslensk erfðagreining hefur kortlagt suma af þessum þáttum og þau líffræðilegu ferli sem hlut eiga að máli.
Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir.
Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.