26.3.2012 | 11:01
Bók um almenna fávisku
Frekar fáir fjölmiðlamenn fatta að þekking og staðreyndir eru skemmtilegar. Þeir halda flestir að fólk vilji bara fá spennu, dramatík og brandara í sjónvarpið sitt (tölvuna eða snjallsímann). En sagan (sjónvarpssagan amk) sýnir að fólk þrífst einnig á góðu fræðsluefni. Það kitlar forvitni, skemmtir og kveikir tilfinningar engu síður en sögur um danska kúkalabba eða lögulegum læknanemum.
Hérlendis er reyndar gaman að því hversu vinsælir heimildaþættir RÚV á mánudögum eru vel liðnir (hin undursamlegu köldu heimskaut er nýjasta dæmið). Einnig sýna vinsældir spurningaþáttanna Gettu betur, Útsvars og Spurningabombunar að íslendingar hafa gaman að staðreyndum, eða allavega því þegar fólk reynir með sér í þekkingu.
Spurningaþættir eru reyndar merkilegir að því leyti að stundum er spurt um fáránlegar staðreyndir. Og þeir sem kunna margar staðreyndir eru ekki endilega skynsamir eða með góða þekkingu.
Uppáhaldspurningaþátturinn minn QI er sýndur á BBC. Stephen Fry er stjórnandi, en höfundar efnis eru fjölmargir (m.a. John Lloyd og John Mitchinson). Þemað í þættinum eru staðreyndir, en keppendur fá einnig stig fyrir fyndin eða forvitnileg svör. Keppendur eru flestir grínistar og listamenn, kvikir í huga og snjallir í andsvörum. Alan Davies hefur verið gestur í öllum þáttunum sem ég hef séð, og er hrókur alls fagnaðar (vinstra megin á myndinni, SF er hægra megin, mynd af vef BBC).
Aðal brellan í þættinum er sú að þeir sem giska á augljóst (en vitlaust) svar fá mínus stig.
Spurningarnar fjalla nefnilega ekki endilega um staðreyndir sem fáir vita, heldur um eitthvað sem við höldum að sé staðreynd - en er rangt! Þannig afhjúpast almenn fáviska (general ignorance). Þetta er reyndar kjarninn í vísindalegum vinnubrögðum, að afsanna tilgátur (eða almenna fávisku).
Charles Darwin orðaði þetta ágætlega:
To kill an error is as good a service as, and sometimes even better than, the establishing of a new truth or fact. [Bréf Charles Darwin til A. S. Wilson, 5 mars, 1879]
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 11:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Eru líka búinn að gefa bók númer 2.
http://qi.com/
http://www.youtube.com/watch?v=yEOjNZ67iQg&feature=results_video&playnext=1&list=PL2DADEF4F38BB1C29
Þessi þáttur var mjög skemmtilegur sérstaklega að því að það er fjallað um Ísland.
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 12:08
Takk fyrir ábendinguna Arnar og tengilinn!
Ég fékk reyndar uppfærða (the noticably stouter) útgáfu af bókinni um almenna fávisku, en mun ná mér í þessa nýju þegar hún kemur í bóksölu stúdenta.
Arnar Pálsson, 26.3.2012 kl. 13:55
Þetta er ótrúlegt þetta með bananalandið Ísland og virðist vera langlíf mýta. Ég man svo vel eftir því, þegar ég fór eitt sumarið til Nýja-Sjálands og dvaldi þar í skóla í 4 mánuði. Þar lenti ég á spjalli við einn strák og hann spurði mig einmitt að þessu! "Er það ekki Ísland sem ræktar einna mest af bönunum í Evrópu?" Þetta var árið 1995! Ég er þess vegna mjög hissa á að þessari "staðreynd" hafi enn verið haldið fram árið 2006.
Hvaða hrekkjalómur ætli hafi komið þessum orðrómi af stað?
Rebekka, 26.3.2012 kl. 16:00
Einhver túristi sem datt inn í gróðurhús í Hveragerði, með réttum leiðsögumanni?
Heyrði þetta líka í Ameríku.
Mig grunar að þetta hafi laumast í einhverja landafræði - þjóðfræðibók og síðan öðlast sjálfstætt líf.
Arnar Pálsson, 26.3.2012 kl. 16:41
Snilldarþættir og snilldarbók.
Páll Jónsson, 27.3.2012 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.