27.3.2012 | 13:46
Rafrænt frelsi í Reykjavík
Ertu frjáls í netheimum?
Hvaða forrit eru ókeypis og hver ekki?
Hvað er opinn aðgangur?
Þetta eru dæmi um spurningar sem tengjast rafrænu frelsi og aðgengi að gögnum.
Opinn aðgangur fjallar um óheftann, ókeypis aðgang að bókum, vísindagreinum, forritum og gögnum. Þessi hreyfing er erlend að uppruna, á sér rætur í heimspeki vísinda, þar sem niðurstöður og gögn eiga að vera öllum aðgengileg. Ef einhver heldur því fram að seyði af plöntu X lækni sjúkdóm Y, þá þarf að lýsa vandlega rannsókninni og niðurstöðunum sem liggja til grundvallar. Ein fullyrðing er ekki nóg fyrir vísindamenn, heldur er krafan sú að aðrir fái sömu niðurstöðu þegar tilraunin er endurtekin. Hérlendis vinnur hópur fólks að opnum aðgengi og netfrelsi openaccess.is/.
Tveir aðillar (openaccess.is og Félag um stafrænt frelsi) standa fyrir málþingi næsta fimmtudag (29. mars 2012) í Bíó Paradís.
Ráðstefnan heitir Reykjavik digital freedoms conference: A Conference on Open Access and Digital Rights. Sem útlegst líklega sem ráðstefna um rafrænt frelsi í Reykjavík: um opinn aðgang og rafræn réttindi.
Til fundarins var boðið erlendum þungaviktarmönnum (þetta eru Alma Swan og Glyn Moody). Alma er leiðandi í opnu vísindastarfi, sem fjallar um varðveislu, dreifingu og aðgengi að vísindalegum upplýsingum og þekkingu. Glyn er blaðamaður sem hefur fjallað um opinn hugbúnað, og rafræn réttindi. Dagskráin er þessi:
09:00 Coffee and registration
09:30 10:30 Keynote: Open Access in Europe: how is it progressing? Alma Swan, SPARC Europe
10:30 10:50 Open access to scientific research data, Guðmundur Þórisson, University of Iceland
10:50 11:15 Coffee break
11:15 11:35 Icelands participation in OpenAIREplus Sólveig Þorsteinsdóttir, National University Hospital
11:40 12:00 Open Access and the Research Funds at Rannís Hallgrímur Jónasson, Rannís12:00 13:00 Award Ceremony and Lunch
13:00 13:50 Lightning talks organized by Hakkavélin
14:00 15:00 Keynote: Before and After SOPA Glyn Moody, freelance journalist
15:00 15:20 Accused of thievery by FTT Dagþór S. Haraldsson
15:20 15:50 Coffee break (30 minutes)
15:50 16:10 The Full Potential of the Internet Jonas Öberg
16:15 16:35 Ebooks and accessibility Birkir Gunnarsson
16:40 17:00 Mining for freedom in the european institutions Stefan Marsiske
Það er ótvírætt hægt að mæla með fundinum, sem verður örugglega hinn fróðasti. Sem betur fer er ég búinn að kenna í bili og á lausa stund...
Ítarefni og skylt.
Iceland a haven of opennes : Glyn Moody 12. mars. 2012.
Gömul viðskiptaveldi og nútíminn
Aðgengi að gögnum og kennitölur vísindamanna
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.