Leita í fréttum mbl.is

Rafrænt frelsi í Reykjavík

Ertu frjáls í netheimum?

Hvaða forrit eru ókeypis og hver ekki?

Hvað er opinn aðgangur?

Þetta eru dæmi um spurningar sem tengjast rafrænu frelsi og aðgengi að gögnum.

Opinn aðgangur fjallar um óheftann, ókeypis aðgang að bókum, vísindagreinum, forritum og gögnum. Þessi hreyfing er erlend að uppruna, á sér rætur í heimspeki vísinda, þar sem niðurstöður og gögn eiga að vera öllum aðgengileg. Ef einhver heldur því fram að seyði af plöntu X lækni sjúkdóm Y, þá þarf að lýsa vandlega rannsókninni og niðurstöðunum sem liggja til grundvallar. Ein fullyrðing er ekki nóg fyrir vísindamenn, heldur er krafan sú að aðrir fái sömu niðurstöðu þegar tilraunin er endurtekin. Hérlendis vinnur hópur fólks að opnum aðgengi og netfrelsi openaccess.is/.

Tveir aðillar (openaccess.is og Félag um stafrænt frelsi) standa fyrir málþingi næsta fimmtudag (29. mars 2012) í Bíó Paradís.

Ráðstefnan heitir Reykjavik digital freedoms conference: A Conference on Open Access and Digital Rights. Sem útlegst líklega sem ráðstefna um rafrænt frelsi í Reykjavík: um opinn aðgang og rafræn réttindi.

Til fundarins var boðið erlendum þungaviktarmönnum (þetta eru Alma Swan og Glyn Moody). Alma er leiðandi í opnu vísindastarfi, sem fjallar um varðveislu, dreifingu og aðgengi að vísindalegum upplýsingum og þekkingu. Glyn er blaðamaður sem hefur fjallað um opinn hugbúnað, og rafræn réttindi. Dagskráin er þessi:

Það er ótvírætt hægt að mæla með fundinum, sem verður örugglega hinn fróðasti. Sem betur fer er ég búinn að kenna í bili og á lausa stund...

Ítarefni og skylt.

Iceland a haven of opennes : Glyn Moody 12. mars. 2012.

Gömul viðskiptaveldi og nútíminn

Aðgengi að gögnum og kennitölur vísindamanna

Hvar er genið mitt tjáð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband