Leita í fréttum mbl.is

Borgarskipulag gegn þunglyndi

Nýleg samantekt skoskra vísindamanna sýnir að gönguferðir draga úr einkennum þunglyndis. Samantektin byggir á greiningu á 8 eldri rannsóknum, sem eru reyndar ansi misjafnar hvað varðar uppsetningu og samsetningu "sjúklinga" og viðmiðunar hópa.

En niðurstöður greinarinnar eru afgerandi.

Of the 14,672 articles retrieved, eight trials met the inclusion criteria. The pooled standardised mean difference (effect size) was -0.86 [-1.12, -0.61] showing that walking has a statistically significant, large effect on symptoms of depression. However, there was considerable heterogeneity amongst the interventions and research populations and it is uncertain whether the results can be generalised to specific populations such as primary care patients.

Einnig er spurning hvort að slík hreyfing dragi úr líkunum á sjúkdómnum sjálfum.

Við lifum í samfélagi sem er sniðið að þörfum bifreiða, mun oftar en þörfum fólks á fæti. Það er eðlilegt er að álykta að skipulag borga og samfélaga geti með þessu ýtt undir líkurnar á þunglyndi. Ímyndum okkur ýkt dæmi, þar sem engar væru gangstéttir, gönguljós eða brýr. Allir yrðu að ferðast með bifreiðum (og hjól væru ekki til og enginn færi í ræktina). Miðað við þessar niðurstöður mætti búast við því að  slíku samfélagi væri þunglyndi alvarlega og jafnvel algengara en í "venjulegri" borg. 

Á sama hátt mætti búast við því að bæta mætti andlegt ástand fólks (ekki endilega bara þunglyndra!) með því að greiða götu gangandi vegfarenda. Einnig væri hugmynd að hafa bílastæði fjær mikilvægum byggingum. Það er ekki heilbrigt eins og fyrirfinnst sumstaðar að hafa bílakjallara á íbúðarhúsi, vinnustað og verslunarkjarna, þannig að fólk þurfi í raun aldrei að standa undir beru lofti (svo hjálpi mér Tútti).

Einnig er hægt að stuðla að léttri hreyfingu, göngu t.d., með því að bæta almennings samgöngur. Þá þarf fólk alltaf að labba á lestarstöðina eða stoppustöð Strætó.

Sem foreldri leikskóla og skólabarns þá finnst mér líka alveg sanngjarnt að planta slíkum byggingum fjær burðaræðum og bílastæðum. Tvennt ynnist með slíku. Í fyrsta lagi þá geta börnin og foreldrar þeirra fengið örlitla hreyfingu. Í öðru lagi þá er bílaloftinu bælt frá skólabyggingum. Það getur myndast fáranlegur mökkur í kringum skóla, þegar foreldrarnir af misskilinni ást skutla börnum í skólann og að láta bílvélarnar dæla óþverra inn á skólasvæðið (sérstaklega á kyrrum dögum).

Ég hef reyndar aldrei skilið þetta með þá áráttu að keyra um bæinn þveran og endilangann, og enda síðan á bíltúr í ræktina. En það er reyndar bara mín skoðun.

Auka athugasemd.

Frásögn mbl.is er hin ágætasta þótt þeir hafi fylgt forskrift BBC nokkuð náið. Það er til fyrirmyndar að þeir skuli skaffa tengil bæði á frétt BBC og frumheimildina.

Ítarefni:

Walking for depression or depressive symptoms: a systematic review and meta-analysis Roma Robertson, Ann R.R. Robertson, Ruth Jepson,  Margaret Maxwell. Mental Health and Physical Activity Available online 4 April 2012

 


mbl.is Gönguferð góð gegn þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sniðið að þörfum bifreiða já? Nei, segi ég. "Skipulag" Reykjavíkur er ekki sniðið að neinum þörfum. Hvergi hef ég séð jafn samfellt klúður, og hef þó víða komið.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.4.2012 kl. 16:33

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Ásgrímur

Það er heilmikið til í því að Reykjavík sé óskipulagt klúður.

Arnar Pálsson, 18.4.2012 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband