Leita í fréttum mbl.is

Hrafnaþing: Erfðabreytt náttúra

Af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

-------------------------------------------------------------

Kristinn P. Magnússon sameindaerfðafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mun á síðasta Hrafnaþingi vormisseris, miðvikudaginn 25. apríl, flytja erindi sitt Erfðabreytt náttúra.

Í erindinu verður fjallað um líffræðilega fjölbreytni, sem er undur lífsins, hráefni þróunar og grundvöllur þess að lífverur og vistkerfi geti aðlagast breyttum aðstæðum. Grunneining líffræðilegrar fjölbreytni er erfðabreytileiki einstaklingsins. Stofnar, tegundir, og heilu vistkerfin standa og falla með fjölbreytileika erfðamengja einstaklinganna. Þannig endurspeglar erfðabreytileiki lýðfræðilega byggingu og þróunarsögu stofns.

-------------------------------------------------------------

KP var einn kennara á nýafstöðnu námskeiði um Erfðatækni, umhverfi og samfélag, sem haldið var í samstarfi HÍ, LBHÍ og HA. Það lukkaðist ljómandi vel, ég lærði amk. helling og umræðan var þroskuð og á yfirveguðum nótum.

Erindi Náttúrufræðistofnunar eru aðgengileg á vefnum, á sérstakri youtube rás. Um er að ræða slæðusýningu og upptaka af erindinu samhliða. Þetta er flott framtak og vonandi taka fleiri skipuleggjendur fyrirlestra um vísindi þetta upp.  Það væri akkur í því fyrir leikmenn og lærða að geta horft á fyrirlestra um forvitnileg og brýn efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband