25.4.2012 | 17:39
Fluga á væng fiðrildis
Ótrúlega flott mynd Stephen Paddock, af vef Nikon. Ávaxtafluga á væng fiðrildis.
http://www.microscopyu.com/featuredmicroscopist/paddock/paddockgallery.html
Frekari flugu og myndadýrkun...naktar ávaxtaflugur og geislandi gen.
Ég hef bara ekkert mótstöðuafl, á mig svífur höfgi við hugsun um blessaðar flugurnar.
Hér er ein af mínum eigin, af tjáningu nokkura gena á fyrstu klst. þroskunar.
Frá Lott et al 2007.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Við ættum að taka höndum saman og standa fyrir ljósmyndasýningu sem gæti heitið Undur náttúrunnar og væri í svipuðum dúr og þegar við stóðum fyrir ljósmyndasýningunni From Earth to the Universe á Skólavörðuholti árið 2009. Myndir sem tengjast líffræði, jarðfræði, eðlisfræði, efnafræði og stjörnufræði.
- Sævar
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 27.4.2012 kl. 17:59
Frábær hugmynd Sævar.
Flestar þessar myndir eru vitanlega unnar af erlendum vísindamönnum, en það er etv hægt að grafa upp góða íslenska vísindaljósmyndara, eða hreinlega fá leyfi til þess að endurprenta einhverja erlenda klassík.
Arnar Pálsson, 27.4.2012 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.