26.4.2012 | 13:20
Björg C. Þorláksson náði eyrum erlendra líffræðinga
Í vísindum nútímans er smættunarhyggja (reductioninsm) ríkjandi. Hún gegnur út á að greina undirliggjandi ástæður, oftast með því að finna og rannsaka einstök ferli sem móta þá eiginleika sem verið er að rannsaka. T.d. í atferlisfræðinni, er nú alsiða að leita að genum sem hafa áhrif breytileika í hegðun dýra.
Heildarhyggja (holism) er andstæður póll við smækkunarhyggjuna. Samkvæmt henni er mikilvægt að rannsakan heildina, ekki stakar einingar. Steindór J. Erlingsson fjallar aðeins um togstreitu á milli þessara öfga í nýlegri grein um íslenska vísindakonu (Björg C. Þorláksson náði eyrum erlendra líffræðinga). Þar segir hann:
Enginn er spámaður í sínu föðurlandi, allra síst ef hann er kona! Þetta fékk Björg C. Þorláksson (18741934) að reyna á sinni lífsleið, eins og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir lýsir vel í ævisögu Bjargar. Þegar ég hafði fyrst spurnir af rannsóknum Sigríðar Dúnu heyrði ég því fleygt að ekki væri mikill fengur í því að fást við fræðistörf Bjargar þar sem hún birti lítið sem ekkert á Íslandi, auk þess sem hún fékkst við hálf vafasamar rannsóknir, en hún blandaði saman líffræði, heimspeki og sálfræði.
Pistillin er endurprentun á 10 ára gamalli grein Steindórs í morgunblaðinu, en ekkert verri fyrir vikið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.